Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1887, Side 3

Sameiningin - 01.12.1887, Side 3
—147— burt áSr en prédikanin byrjar eða komi ekki í kirkjuna fyr en að henni endaðri. þetta var líka einu sinni siðr í Reykja- vík sérstaklega hjá vissum hluta hinna ungu námsmanna þar. Hvort svo er enn, er oss ókunnugt. En hitt er vitanlegt, að eftirsókn margra ineðal fólks vors á þessari tíð eftir góðum— það er að segja íþróttarlegum réttum—kirkjusöng er ekki af kristindómslegri rót runnin, heldr af því að söngrinn, þegar hann í þessum skilningi er í !agi, veitir fegrðartilfinningunni nautn. Og svo fara menn þá í kirkju af sömu hvöt eins og menn fara á „konsert" ellegar á leikhús, til þess að skemmta sér. það er ekkert vtrið að hugsa um efnið í þeim andlegu ljóðum, sem verið er að syngja; það er hljóöfallið og samrremi raddanna, sem eingöngu er verið að hugsa um; það mætti eins syngja tómt „la-la“ fyrir þessum mönnum eins og hvern lcristilegan sálm, sem vera skyidi, enda verða hinir kristileg- ustu sálmar í munni þeirra, ef þeir fara sjálfir að syngja þá, að tómu „la-la“. Hversu mikla og fagra rödd sem slíkir menn kunna að hafa, geta þeir ekki orðið annað fyrir guösþjónustu- gjörð safnaðarins en eins kouar hljóðfyllendr, og hluttekning þeirra í kirkjulegum sálmasöng, hversu mikla hljóðfylling sem þeir gefa, verðr ekki annaö en kristindómslaus seremonía Hvað á hinn kirkjulegi sálmasöngr að vera ? Fórn, sem biðj- andi eða lofsyngjandi mannshjörtu bera sameiginlega fram fyr- ir drottin sinn og frelsara. Sé enginn kristilegr bœnarandi eða lofsöngsandi í hjörtunum, þá er ekki ætlazt til, að munnarnir fari að syngja; sé þögn vantrúarinnar í hjartanu, þá vill drott- inn enga munnlega eða sönglega lofgjörö hafa. Syngjandi hrœsni er drottni allt eins andstyggileg eins og hver önnur hrœsni. En hrœsni verðr allr sá sálmasöngr, þar sem hjartaö ekki segir já og amen til sálmsorðanna, sem sungin eru. Ef hjartað ekki fram bar fórnir þær, sem samkvæmt lögmálinu skyldi drottni frera, á tíma hins gamla testamentis, þá fordœmdi guð þær fórnir harðlega. Hið sama gildir um hinn kirkjulega söng. Hinn mikli söngmeistari guðs kirkju í Israel, Havíð, gat sungið eins og liann söng af því að hjarta hans var eftir guði, og það var það, sein stýrði söngnum, hvort sem hann söng með orðum eða hann lék á hljóðfœri. Og eins og auðvitað er, heimt- ar nýja testamentið eigi síðr en hiö gamla, að þegar sálmar eru sungnir, þá sé það hjartað fyrst og fremst, sem syngr. Vér

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.