Sameiningin - 01.12.1887, Page 6
150—
lenzku kirkju, og vér dirfuinst aS segja, að á þessura síðasta
mannsaldri, meðan þekking á íþróttarlegum söng í sannleika
heíir verið að breiðast út meðal Islendinga, hefir það allt af
verið að fara í vöxt, að almenningr safnaðanna þegi undir
kirkjusöngnum. Aðr sungu miklu tieiri með heldr en í seinni
tíð. Fyr meir var það all-títt, að íslenzkt fólk, sem fór til
kirkju, tók að sjálfsögðu með sér sína sálrnabók, en riú koma
allir sálmabókarlausir til kirkju. Svona er þetta urn endilangt
Island, með svo fáum undantekningum, að þeirra gætir alls ekki.
Kirkjusöngrinn er orðinn að steindauðri seremoníu, og hann
hefir orðið það mest, þó hart sé til þess að hugsa, síðan tœkifœrið
í rauninni varð meira en nokkru sinni áðr fvrir alinerminií til
að láta sinn kirkjusöng fara í lagi. þekking hinna einstöku
manna á íþróttarlega réttum söng, liefir þvert á móti því, sem
átt hefði að vera, tekið fyrir kverkarnar á öllum þorra þeirra, 1
er áðr voru með í því að syngja sálma xirkjunnar. Af hverju
hefir svona farið með kirkjusönginn íslenzka á síðustu áratug-
um, einmitt meðan þekking einstakra manna á sönglegri íþrótt
hefir þó svo stórum aukizt, eins og þegar er sagt ? Af hverju
hefir aukinni söngþekking hjá einstökum mönnum verið sam-
fara vaxandi þögn í kirkjusöngslegu tilliti lijá almenningi ? Sumir
kynni að vilja svara: það kemur til af því, að guðrœknin og
tilfinningin fyrir kristilegri tilbeiðsluþörf hefir verið að smá-
minnka meðal þjóðar vorrar eftir því sem nvitíðarupplýsingin
hefir verið að vaxa. Og vér viörkennum, að í þessu er mikið
satt. því oss dylst það ekki, eins og vér áðr höfum tekið fram
í „Sam.“, að nútíðarmenntanin íslenzka hefir komið með villu-
ljós vantrúarinnar og hreitt það út á meðal alþýðu. Skóla-
gengnu mennirnir íslenzku hafa í seinni tíð fyrir sinn skólaveg
hörmulega almennt leiðzt burtu frá hinum einföldu sannind-
um kristinnar trúar. Og þá var óhugsanlegt annað en að hin
kristindómssnauða lífsskoðan þeirra næði að ryðja sér til rúms
meðal margra í flokki hinna, er lítillar eða engrar menntunar
hafa notið. Hafi þá dofnað trúin meðal almennings á hið op-
inberaða orð kristindómsins fyrir þessi áhrif hins vantriíaða
skólagengna lýðs, þá gefr að skilja, að sú aukna deyfð hlýtr
að hafa komið fram einnig í því, að almenningr hefir orðið ó-
fúsari en áðr til að vera með í kirkjusöngnum. Með kirkju-
söngnum vitnar ahnenningr safnaðanna uin sína tni. Að und-