Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1887, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.12.1887, Qupperneq 7
—151 an tekínní heilagri kvöldmáltíð gefr ekkert atriði hinnar opin- beru guðsþjónustu almenningi í söfnuðunum annað eins tœki- fœri til þess að vitna um hina kristnu trú eins og sálmasöngr- inn. þess vegna þegar trúin verðr lifandi í kirkjunni, þá verðr líka almenningr safnaðanna syngjandi á sínum guðsþjónustu- samkomum. Hann notar það tœkifceri, sem þar býðst, til þess að vitna um eigin synd og drottins náð. Hann getr þá ekki annað en tekið undir sálma kirkjunnar. þá er Lúter forðum kom fram í kirkjunni og vakti almenning af þeim andlega dvala, er hann þá lá í, þá byrjaði líka nýtt líf í kirkjusöngn- um. Kaþólska kirkjan hafði haft, eins og hún hefir enn, fagran og íþróttarlega fullkominn kórsöng. En sá söngr náði ekki til almennings ; almenningr var þar alls ekki með. Hinn kaþólski kirkjusöngr var eins og annað ytra stáz, sem pápiskan fyllir kirkjur sínar með. Með trúarbót Lúters fór almenningr að syngja; hann gat nú ekki annað en látið heyra til sín syngj- anda. það, sem hjartað er fullt af, ílóir út af vörunum, og það verðr hjá kristnum almenningi að söng í opinberri guðsþjón- ustu, ef þar á annað borð er nokkurt tœkifœri til að syngja. það, sem því meðal annars einkenndi hinar lútersku guðsþjón- ustur til forna, var það, að almenningr var þar syngjandi. Og alinennr safnaðarsöngr er enn eitt aðaleinkenni á guðsþjónustum fólks í lútersku kirkjunni, hvervetna þar sem sú kirkja er með fullu lífi. A hinn bóginn mun það, að almenningr þjóðar vorr- ar er ekki með í kirkjusöngnum, engan veginn því einu að kenna, að trúardeyfðin er svo mikil hjá meira hluta fólks, heldr öðru jafnvel enn þá fremr. Söngfróðu mennirnir hafa yfir höfuð að tala ekki skilið eða ekki viljað skilja hina kristi- legu þýðing kitkjusöngsins; þeir hafa skoðað hann að eins frá sjón- armiði íþróttarlegrar fegrðar; þeir hafa ekki viljað hafa ósöng- fróðan almenning með í því að syngja sálma kirkjunnnar. j>eir hafa komið almenningi til að þegja. Söngflokk vilja þeir hafa, og þeir einir, sem eru í þeim æfða söngflokki, vilja þeir að syngi, því annars skemmdist fegrðaratriðið í söngnum, og þá finnst þeim allt vera farið. Vér sjáum hér, að stefna þessara manna með tilliti til kirkjusöngsins er hin sama eins og í kaþ- ólsku kirkjunni. það er fögur, en í kristilegu tilliti óuppbyggi- leg seremonía, sem menn vilja hafa með kirkjusöngnum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.