Sameiningin - 01.01.1888, Page 3
—163-
sjálfa dreyrnt þennan draura rétt nýlega. Hann rís upp við
þessa fyrstu guösþjónustusamkomu vora á þessum stað eins og
æfintýrið gamla segir, að fuglinn fönix hafi risið upp úr ösku
sinni, bráðlifandi og með endrnýjuðu evangelisku afli. þegar Jakob
vaknaði eftir að hann hafði dreyrnt draum sinn til enda, þá
sagði hann meðal annars: „Hér er guðs hús“. Hann vissi,
að það, sem hann hafði séð og heyrt í draumnum, var sönn
saga. Guð hafði, mót allri von, ef tekið var tillifc til þess, hvern-
Í£ hinar andlegu ástœður Jakobs höfðu verið að undan förnu,
O O 7
virkilega látið hann sjá sig og virkilega við hann talað í sínum
kærleika á þessum stað. Menn liefir eflaust dreymt misjafnt
á liðinni tíð fyrir framgangi kirkjumála vorra á þessum stöðv-
um. Eg á ekki við, hvað menn hefir dreymt í svefni. heldr
við það, sem menn hefir dreymt vakandi. Mér er nær að halda,
að marga hafi á þann hátt helzt dreymt um það, að þessi lút-
erslci söfnuðr Islendinga í Winnipeg gæti aldrei þrifizt, að öll
vor barátta fyrir framtíðarlífi hans myndi verða árangrslaus,
að það væri svo þungt bjarg, setn hér væri í andlegum efnum
verið að bisa við að velta, að þaö myndi verða oss eilífr Sís-
yfusar-steinn, sem blyti að velta niðr eftir öllum götum jafn-
óðum og búið væri að koma honum rétt upp urtdir fjallsbrún.
Og eg geng út frá því nærri því sem sjálfsögöu, að suma dreymi
þetta enn. En hvað sem öllum slíkutn draumutn iíðr, og
hvort sem nokkurn hefir dreyrnt urn þaö eða ekki, að guð væri
með oss í hirtni kirkjulegu baráttu vorri hér, þá geta nú
allir vakandi og með opnum augum sagt: „Hér er guðs hús“.
Hinn íslenzki söfnuðr og hinn íslenzki þjóðfiokkr yfir höfuð
í Winnipeg ltefir nú fengið hús yfir sig, þar sem hann getr
sameiginlega átt samfundi með drottni sínum, sameiginlega not-
ið guðlegrar sabbatshvíldar, sámeiginlega virt fyrir sér sitt tnesta
gleðiefni—heintsins óutnrœðilega gleðiefrti, sem forðum bar
fyrir Jakob í drautni hans. það er líkt ástatt fyrir fólki voru,
sem tekr sig upp og flytr burt frá íslandi hingað til þessa lands,
heiman að frá öllu kunnugu og mörgu kæru inn í nærri því allt
ókunnugt hér, eins og fyrir Jakob, þegar hann lagði fyrst á
stað rit í heiminn burt frá sínu œsku-aðsetri. Eg hefi þegar
að nokkru bent á, hverjar hugsanir að líkindum voru ríkastar
hjá honum, þegar hann lagði sig til hvíldar á þessu feröalagi