Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1888, Síða 11

Sameiningin - 01.01.1888, Síða 11
—171 „Hví grætr minn herra ?“ í sambandi við kafla þann úr Lúk. 19, er þeo'ar var nefndr. og var efnið í rœðu hans: Jesús grætr og Jesús kennir. Prédikanin var enduð með bœn; síðan var altarisganga með venjulegum kvöldmáltíðar-sálmum (579 og parti af 580), og blessan svo lýst viir söfnuðinum af séra Friðiik J Bergmann. Var svo guðsþjónustan enduð með út- göngusálmi (nr. 638), og bœn á eftir. Kirkjuvígsluhátíð Winnipegsafnaðar var haldið á fram á mánudagskvöldið 19. Des. með samkomu í kirkjunni eftir kl. 8. Aðalatriðið á þeirri samkomu var fyrirlestur, sem séra Frið- rik J, Bergmann hélt til ágöða fyrir kirkjuna. Efni fyrirlestrs- ins var: Nokkur kvöld í Rómaborg fyrir átján h u n d r u ð á r u m . Hann lýsti þar hinni glóandi ríkismanna- dýrð í hinni fornu höfuðborg heimsins vel og skörulega, en jafnframt hinni siðferðislegu rotnan, sem allr þjóðarlíkaminn rómverski var gagntekinn af hið innra, þó flest væri fágað og skínanda á yfirborðinu. það er í stjórnartíð Nerós keisara, að ástandið í Bómaborg var eins og því var lýst í fyrirlestrinum, á 7. áratugi eftir Krists fœðing. Ástandið var himinhrópandi, eins og líka sést á því, sem Páll postuli segir urn það í síðara hluta af 1. kap. bréfs hans til Rómverja. En þegar neyðin er stœrst, er náð guðs næst, og náð hins kristilega evangelíums var þá sem óðast að breiðaút hið lífganda endrlausnarljóssitt í myrkra- heiminum rómverska. Á dögum Nerós brauzt hin voðalega ofsókn út í Rómaborg gegn kristnum mönnuin; þeir voru þá fyrir sakir trúar sinnar hálshöggnir, krossfestir, brenndir upp lifandi á hryllilegasta hátt, og þeim var varpað fyrir Ijón og tígra, til þess að þessi villudýr rifi þá í hel. þá tekk kristn- in grátlega blóðskírn, en það sýndi sig þá líka áþreifanlega, hvílíkt himneskt afl hún hefir til þess að sigra myrkravöldin í hinum syndum hlaðna mannheimi. því miör gat hvorki séra Magnús Skaftasen, prestr safn- aðanna í Nýja Islandi, né séra N. Steingrímr þorláksson í Minneota verið við kirkjuvígsluhátíð þessa. En þeir sendu hvor um sig blessunarúskir til safnaðarins út af því að hafa fengið sína eigin kirkju. Áðr en kvöldguðsþjónustu var lokið vígsludaginn skýrði Sig- tryggr Jónasson, einn af fulltrúum safnaðarins, frá því, hvernig

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.