Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1888, Page 7

Sameiningin - 01.11.1888, Page 7
—143- er gefið, aS fjöldi pólitisku mannanna, embættismannanna, verzlunarmannanna, mannanna, sem sérstaklega öðrum fremr hafa fjármál almennings á höndum, heyrir einmitt kirkj- unni til. þá er náttúrlega gefið, að þetta, sem á máli þessa lands er kallað corruption og sem einmitt þýðir r o t n a n, nái líka ákaflega langt inn í sjálfa kirkjuna. það er til mörg önnur siðferðisleg rotnan heldr en sú. sem stendr í sambandi við pcninga. En þegar nefnd er r o t n a n á hinu almenna landsmáli hér, þá þýðir það nú vanalega, nærri því allt af, einhverja siðferðislega spilling, þar setn peningar, fyrsta orðið, sem sagt er að menn læri að nefna á ensku, þegar til þessa lands er komið, spili aðalrulluna. Svo það er ekki nema eðlilegt, að mönnum detti helzt þess konar spilling í hug, þegar orðið r o t n a n er nefnt á nafn á þessum stöðvum. Enda munu það greinilega vera pening- arnir, sem koma upp urn hina siðferðislegu spilling, er ræðr og ríkir í mannfélaginu, í kirkjunni, rétt eins og þeir forðum komu upp um Símon magus á postulatíðinni, hve vesalmannlegr og fúinn hans kristindómr var. Hann var svo andlega rotinn, að hann hélt, að hinar yfirnáttúr- legu náðargáfur heilags anda fengist fyrir peninga! I þessu landi tala menn oft um hinn „almáttuga dollar"; og þeg- ar svo er talað, þá er augsýnilega gengið út frá því, að allt fáist fyrir peninga. það er eins og almenningr sé þá orðinn nýr Símon magus í óteljandi útgáfum. Og þessum nýju útgáfum af gamla Símoni galdramanni, þeim verðr oftast áð trú sinni; þeir hafa í flestum tilfellum sitt mál, hversu ranglátt, ókristilegt, óguðlegt sem það er, fram, ef þá að eins ekkj vantar peninga. Hann heyrði til söfnuð- inum, þessi ógleymanlegi Símon; en hann var þá einstakr í sinni röð, rétt eins og Júdas, hinn alrœmdi ógæfusami Júdas, með sína fjárgrœðgi og sinn svíðingslega tuddaskap var einstakr í sinni röð á meðal lnnna upphaflegu lærisveina Jesú. þeir sýnast hafa allt að því trúað á peninga, þessir tveir. Júdas sýndi það eklci að eins með því, er hann seldi sinn eigin guðdómlega drottin fyrir 30 silfrpeninga, heldr líka engu síðr, þegar liann amaðist við því og illsk- aðist út af því, að peningunum, sem keypt voru fyrir L

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.