Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1888, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.11.1888, Qupperneq 11
—147— Jesú Krísts hjá sér með komanda vetri, til þess aS vetrinn geti oröið jat'nvel enn þá miklu bjartari og blíöari heldr en sumarið hefir veriS. § it m c i it i it q a r-t ilraunir hinna ensku-talandi lút. lcirkjudeilda. Eftir Frifirik J. Bergmann. (Niðurlag). Fyrir nokkrum tíma komu hin þrjú énsku-talandi kirkjufélög sér saman um að kjósa nefnd í sameining, til þess að semja sameiginlegt guðsþjónustuforin fyrir þessi þrjú félcig. Allir sáu, live mjög það mundi ieiða hugi manna saman, ef guðsþjónustan fœi'i eins fram alls staðar, þar sem komið væri inn í lúterska kirkju. Nefnd þessi hefir lokiö starfi sínu, þótt ervitt og umfangsmikið væri, nú þeg- ar. Hið sameiginlega guösþjónustuform ’) kom út í sumar, og lítr út fyrir, að það öðlist hylli rnanna hvervetna. það er ákaflega vandað verk, og þýðing þess fyrir vöxt, viðgang og eining iút. kirkjunnar í landi þessu er ómetanleg. Ert um það verlc ætla eg ekki að fara fleirum orðum í þetta skifti; ef guð lofar, langar mig til að tala um það í sérstakri rit- gjörð, áðr en langt um líðr, í „Sameiningunni". ]rótt nú þessu verki væri lokið, létu ekki kirkjufélögin ]>essari sam- vinnu sinni lokið fyrir það. Onnur nefnd var kosin, er falið var á hendr, að semja enska þýðing af Agsborgarjátningunni og hinum Minni Frœðuin Lúters, sem gæti orðið samþykkt (authorized) af hinum enska hluta lút. kirkjunnar í Ame- ríku. Aðr voru margar þýðingar til af ritum þessum á ensku, en engin, sem eiginlega bæri af hinum öðrum og gæti unnið sér almenna hylli. ])að c.r vandaverk þetta, eins og gefr að skilja, og þeim mun meira, sem þýðingarnar eru fleiri til. Nefnd þessi hefir tekið það til bragðs, að hún hefir gefið út el/.tu þýðing Ágsborgarjátningarinnar, sem til er á ensku; hún álítr þessa |iýðing lang-bezta og hefir því áiyktað, að láta hana mynda grundvöllinn fyrir hinni nýju þýðing. Hún 1) The Common Service for the use of Evangelical Lutheran Congrega- tions. Philadelphia. Luthcran Publication Sociely.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.