Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Síða 2

Sameiningin - 01.04.1891, Síða 2
—18— ér eins og dtal raddir íiytji oss iiina fornu postullegu páska- kveðju: „Drottinn er sannarlega upp risinn!“ Allt voriS og öll páskatíðin koma með þessa gleðilegu trúarkveðju. Með páskaundrinu, upprisu Jesú Krists frá dauðum, er mannkyninu upp runnin fullkomin vissa um líf eftir dauö- ann, og þeirri vissu er slegið fastri í trúarmeðvitund krist- inna manna með hinum kristilega trúarlærdómi um uppiisu framliðinna. Meira eða minna ljóst hugboð höfðu menn um líf eftir dauöann áðr en Jesús reis upp; allir þráðu það, en enginn gat sannað það, þangað til Jesús Kristr sannaði það í verkinu. Eftir að ljós upprisunnar Jesú Krists var upp gengið fyrir lærisveinum hans, sáu þeir skýrt vor ei- lífðarinnar, sem tekr við eftir vetr dauðans. „Ef það er kennt, að Kristr só upp risinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkrir af yðr sagt, að upprisa framliðinna sé ekki til?“ spyr Páll postuli (1. Kor. 15,12). Um leið og kristindómr- inn boðar upprisu Jesú Krists, boÖar hann vissuna um ei- líðarvorið, sem tekr við af dauðanum. Og hvert náttúr- unnar vor minnir á þennan spádóm. Vormerkin í náttúr- unni eru fyrir upprisu Jesú Krists orðin að eilífðarinnar vorteiknum. Hin kristna trúin syngr við gröfina út af vissunni um Jesúm upp risinn: „Um hríð skal hreysið liggja, en höndin œðst um síð mun öfiugt upp það byggja á alheims páskatíð." Hinn andvana mannslíkami, sem lagðr er í gröfina, er eins og annaö frœkorn, sem sáð er í akr. þegar eilífðarvorið kemr, springr himnesk planta upp af því frœkorni. En svo minnir vorið í náttúrunni oss líka á trúarlíf kristinna manna eins og andlegan vöxt upp af hinu guö- lega frœkorni, eilífðarorðinu frelsarans. Vér minnumst sam- líkingar Jesú Krists um guðs ríki sem hið undr smáa must- aröskorn, er maðr tók og sáði í jurtagarö sinn (Lúk. 13, 19), og þess, sem vort mesta nútíðar-sálmaskáld samkvæmt þeirri dœmisögu tekr fram því viðvíkjanda: „Og frœkornið smáa varð feiknar-stórt tré, þar fá mátti lífsins í stormunum hlé;

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.