Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 3
—19 það breiddi sitt lira yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústaS, á dáinna gröf.“ Kristnir menn gleyma því oft, að trúarlíf postulanna stóö ekki alit í einu fullmyndað, en að það þroskaðist smátt og sinátt frá undr lítilli byrjan, á sama hátt og gróðrinn í grasaríkinu vex smátt og smátt, eftir að hann eitt vorið eftir annað er risinn upp frá dauðum. Mönnum hættir mjög við innan sjálfrar kristninnar, að ímynda sér trúarlærdóm þann, sem vér höfum frá Jesú Kristi, fullmyndaðan í sál- um lærisveinanna svo að segja frá fyrstu stund eftir að þeir gengu honum á hönd og tóku til að trúa á hann. Menn athuga langt um of lítið hið andlega vaxtar-lögmál, sem gengr í gegn um heilaga ritning, nýja testamentið engu siðr en gamla testamentið. Og þegar menn ekki taka eftir þeiin vexti í trúarlífi postulanna, né hinum tilsvar- anda vexti þess opiuberunarorös, sem til þeirra kom frá frelsaranum, þá dylst mönnum líka að mestu leyti sú and- lega barátta, sem þeir urðu gegn um að ganga út af þeim trúarvexti. Aðr en lærisveinar drottins til forna voru í andlegu tilliti vaxnir upp í þá trúarþekking, að segja mætti þeir væri komnir „til aldrshæðar Krists fyllingar“, eins og Páll postuli kemst að orði í bréfinu til Efesusmanna (4, 13), urðu þeir að ganga stór-mikla sálarbaráttu í gegn. þjóðtrú Forngrikkja bjó til æfintýri um það, hvernig vís- dóms- eða menntagyðjan Aþena hefði til orðið. Hún kom fijúgandi, sagði sagan, út úr höfði hins œðsta guðs Seifs í einu vetfangi, fullmynduð. Trúarspekin kristilega, sem postular Jesú Krists lifðu fyrir og dóu fyrir og sem íyrir vitnisburð þeirra, orð nýja-testamentis-ritninganna, hefir lagt milíónir mannshjartna undir drottin, — hún á allt öðru vísi uppruna, og sá uppruni er alveg samkvæmr því þroska- lögmáli, sem mannsandinn ásamt öllu vaxtaríki guðs hér á jörðinni er háðr. Hún vex smátt og smátt eins og jurt- irnar á vordegi upp áf hinuin andlegu frœkornum eilífs lífs, sem Jesús sáði í jarðveg lijartnanna. það eru ákaflega mikil umbrot í náttúrunni á liverju vori. Lífið hið nýja er að rísa upp og brjótast fram úr dauðanum. Og um leið eru eftirleifar lieilmikils gróðrar- O O

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.