Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 4
—20—
lífs frá sumrinu næsta á undan að falla, visnar og útlif-
aðar, niör í skaut jaröarinnar. ])að er vorstríðið á milli
liins gamla og nýja tíma. Og langa-lengi eftir að fyrstu
vormerkin eru komin fram, svo og svo löngu eftir að
grœnir frj(5angar eru farnir að sýna sig í gróörarríkinu,
halda naprir stormar, vornæðingarnir, áfram að blása yíir
grundir og akra. Skáldið Björnstjerne Björnson lýsir þessu
vorstríði í náttúrunui einkar heppilega í einu smákvæði,
sem hcfir þessi orð að fyrirsögn og upphafi: „Eg Apríl
eigna mér“. Hann segist eigna sér þann mánuð, elska þann
mánuð öllum ársins tíðum fremr, þrátt fyrir ’oaráttuna, sem
þá er í náttúrunni, og stormana, sem þá blása, fyrir þá
sök, að hið gamla er þá að falla, en hið m’ja að ná sér
niðri, sumarið að verða til. Sá maðr, sem þráir nýtt líf í
mannfélaginu, og þorir að kasta sér út í baráttu fyrir það
nýja líf, hann elskar Aprílmánuð og eignar sér hann.
Eitt reglulegt Apríl-stríð urðu lærisveinar Jesú Krists
að gegn um ganga áðr en trúin þeirra hefði náð þeim
þroska og þeirri festu, sem hún þurfti með til að verða
heimsigranda stórveldi. Gegn um margar hörmungar urðu
þeir að ganga til þess að geta komizt algjörlega inn í
guðs ríki. Langt og strangt stormavor varð yfir þá að líða
í andlegu tilliti áðr en þeir fengi fullkomið sumarsólskin
yfir sálir sínar og hið trúarlega gróðrarlíf þeirra stœði í
blóma fullþroskaö. það gekk allt öðru vísi með trúarboðið
frelsarans forðum en allir þeir ætlast til að það gangi nú,
sem með einni eða tveimr vakningarrœðum þykjast geta
kippt þúsundum sálna í einu út úr andlegu vetrarríki inn í
sólbjart sumar. þeir hugsa, að lærisveinar Jesú Krists geti
algjörlega hlaupið yfir allt vorstríð kristindómslífsins, sloppið
með öllu við hina andlegu vorstorma, með öörum orðum:
fyrirhafnarlaust látið ham hins gamla Adams af sér detta
og oröiö nýir menn. þeir slá stryki yfir það vaxtarins og
vorbaráttunnar lögmái, sem allt nýtt líf er og hefir æfin-
lega verið háð. það er heiðin hjátrú, áiíka og sú í æfin-
týrinu um það, hvernig vísdómsgyðjan varð til, sem þessir
menn liggja í. þeir taka kristindóminn og setja hann í
heiðnar hjátrúar-umbúðir. Slíkt kristniboð getr aldrei bless-