Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1891, Page 7

Sameiningin - 01.04.1891, Page 7
—23— er að gáð, þá kemr þaS í ljós, að trúarlíf hins mikla heið- ingja-postula er háð alveg sama vaxtarlögmáli og trúarlíf hinna lærisveinanna. Frá blindri vantrú og brennanda ó- vildarhug til hins krossfesta Jesú Krists snerist hann allt í einu fyrir undrið mikla, sem kom fram við hann á ferð- inni til Damaskusborgar. En að ímynda sér, að trúin hans á frelsarann hafi um leið verið fullmynduð í sálu hans, það nær engri átt. þegar eftir aftrhvarf sitt og skírn sína er hann auðvitað fullviss um það, að Jesús fxá Nazaret, sem hann fram að þeirri stund hafði svo ákaft œtt á móti, var guðs soni', liinn fyrirheitni Messías Israelsþjóðar. Og þann mikla sannleik boðaði hann tafarlaust í samkundu- húsum Gyðinga þar í Damaskus. En því fer fjarri, að hann tafaxlaust byrji á því aðalstarfi, sem hann með aftr- hvarfi sínu var kallaðr til af drottni, kristnihoðinu meðal heiðingja. Heil þrjú ár líða enn af æfi hans (sbr. Gal. 1, 18). Á þeim tíma er trúin hans að ganga í gegn um sinn vor- vöxt. Á þeim tíma dregr hann sig burfc frá Damaskus á einhvei’n ókunnan stað í Arabíu; enginn veit neitt um þá dvöl hans. það verðr eklei séð, að hann hafi prédikað neitt á þeitn tíma. En hann er að þroskast andlega fyrir sitt mikla framtíðarstarf eins og Móses í Mídíanslandi áðr en hann livarf aftr til landa sinna í Egyptalandi til síns mikla og. guðlega ætlunarverks. þessi þxj ú ár í æft Páls frá því hann fyi'st tók trú á drottin Jesúm þar til hann frá Damaskus leitaði á fund hinna postulanna í Jei'úsalem svara til þess tíma, er liðið hafði í lifi þeirra fri því þeir upphafiega gengu frelsaranum á hönd þangað til þeir eftir ixvítasunnu-undrið með afli heilags anda hófu sína prédikau um hann krossfestan og upp risinn frá dauðum. Svo það er enginn va1i á því, að trúarlíf Páls postula hefir verið háð alveg sama lögmáli vaxtar og vorþi'oska eins og allra hinna lærisveinanna. þá fyrst, þegar hinn rnikli heiðingja- postuli gegn um strangt andlegt Áprílstríð er kominn „til fullorðins ára“, vaxinn „til aldi'shæðar Krists fyllingar", getr hann kornið með þennan liiminháa boðskap um Jesúm Ki'ist:—- „hann, sem er yfir öllu, guð blessaðr um aldir, amen“ (Róm. 9, 5).

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.