Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1891, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.04.1891, Qupperneq 8
24- Og þennan vöxt hins kristilega tráarlífs hjá öllum sín- um söfnuhum ber þessi postuli sí og æ fyrir brjósti. Hann gengr aldrei út frá því, að Kristr sé fullmyndaör hjá nokkr- um nýkristnuðum manni. Vorstríð, andlega Apríl-baráttu veit hann að allir hljóta gegn um að ganga áðr en þeir fái skilið, „hvilik sé breidd, lengd, dj'pt og hæð“ guðlegrar kærleiksopinberunar. „Hann þroskaðist að vizku og aldri og náð hjá guði og mö'nnum" — segir hin heilaga guðspjallasaga (Lúk. 2. 52) um Jesúm. „Vaxið'1 — segir hin postullega prédikan til fólksins, sem fyrir skömmu hafði tekið trú, — „í náð og þekking drottins vors Jesú Krists“ (2. Pét., 3, 18). Hugsi þá enginn kristinn maðr, að hann í einni svip- an geti orðiö fullorðinn í trúnni. Gleymið ekki, kristnir menn, vorþroska og vorstríði kristindómsins. „ N Ý T RÚ A RB RÖ G Г. Eftir séra Friðrik J. Bergmann. -—o------ Vmsir tala um ný trúarbrögð. Kristindóminn álíta þeir úreltan; liann hati þegar tapaö gildi sínu. Hann hafi verið góðr á sínum tíma, en sá tími sé þegar liðinn; hann hafi þá uppfyllt kröí’ur mannsandans og fullkomlega bœtt úr trúai þörönni. En síðan hafi andi mannsins þroskazt. þegar vanþekkingin sé mikit í heiminum, sé trúarþörfin að sama skapi sterk. þegar menn viti lítið', þurfi menn að trúa mikiff. Nú hafi mannsandinn hrist af sér vanþekkinguna; nú viti menn svo margfalt meira en áðr. þess vegna sé trúarþörfin að minnka og breytast. Mönnutn sé nú ómögu- legt aö trúa eins miktu og áör; ómögulegt að trúa því sama og áðr. þess vegna er talað um ný trúarbrögö, sem teysa eigi trúarbrögð kristindómsins af hóimi. Reyndar virðist ekkert samrœmi eiga sér stað um það, hvernig þau eigi að vera, að öðru leyti en því, að mönnum virðist koma saman um, að þau eigi að vera ógnar-eiufökl, innihalda sem fæst atriði, vera sem allra breiöust, svo sem flestir sjái sér fœrt að játast undir þau, án þess aö taka mjög nærri sér. Yfir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.