Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1891, Side 12

Sameiningin - 01.04.1891, Side 12
—28— Til þeirra trúarbragða, er hafi þessa yfirburði yfir krist- indóminn, hefir enn ekkert heyrzt. Að sönnu tala menn um ný trúarbrögð, en þau vanta einmitt öll þessi skilyrði, og svo hjaðna þau niðr eins og bólan, sem brestr, hafandi enga aðra þýðing en þá, að sanna hið ævaranda gildi þeirrar kenningar, sem ein hefir upprisunnar guðdómlegu staðfesting ])ess vegna láta kristnir menn það lítið fá á sig, þótt talað sé um að, kristindómrinn sé úreltr og að ný trúai'brögð rnuni leysa hann af hólmi. þeir bíða með still- ing, þangað til þeiin verðr boðið eitthvað ágætara og betra. 0g það vita þeir verðr aldrei frá mannlegum brjóstum runn- ið. þeir bíða með stilling og láta sér ekki koma til hug- ar að hafna þeim guði, sem skapaði þá í sinni mynd og líking, og fara að byggja þeirn guðum ölturu, sein menn- irnir skapa í sinni rnynd og líking. En þeir biðja um andans upplýsing í sínum eigintrú- arbrögðum. þar þrá þeir að komast frá einni sjónarhæð til annarrar. 0g þeir vita vel, að sú leið er svo löng, að mannsandinn kemst hana aldrei alla, hversu margar aldir, sem yfir hann renna. Sú leið liggr upp á fallið, þar sem ásjóna hans, er á undan þeim gekk, varð skínandi björt eins og engils ásjóna. Og þar er gott að vera. þeir, sem ekki þekkja kristindóminn og ekki skilja hann, af því hjarta þeirra hefir aldrei beygzt undir áhrif hans, verða einlægt að reyna til að finna upp ný trúar- brögð. En það gengr líkt með þá uppfundning og talna- frœðingunum gengr að gjöra hringinn að ferhyrning ■ (to square the circie) eða vélasmiðunum að finna upp sjálf- krafa hreitíng (perpetuum mobile) eða alkemistunum að búa til gullið. Sá guð, seni mannsandinn skapar sér sjálfr er í rauninni engu göfugri en sá guð, sem mannshöndin býr út iir tré eða málmi. það er jafn-þýðingarlaust að krjúpa fyrir báðum. Um síðastliðin aldamót reis upp flokkr manna á Frakk- landi, sem kallaði sig „guðs og manna vini“ (theophilanthro- pisls). I hinuin þreinr greinum trúarjátningar sinnar ját- uðu þeir trú á tilveru guðs, ódauðieik sálarinnar og ágæti mannlegrar dyggðar. Hver, sem játaði þetta þrennt, var

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.