Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1893, Side 8

Sameiningin - 01.09.1893, Side 8
—104— tiska lífinu a íslandi nú á þessum síðasta tíma, meiri, ljótari, hræðilegri nú en nokkurn tíma áðr í sögu þjóðarinnar, þá eru ekki heldr sannanir til fyrir tilveru nokkurs skapaðs hlutar. Og þó að þetta uppblástrs-merki sé nú líklega ljótast af öllu, þá fer því fjarri, að það standi alveg eitt uppi. það er svo skammt síðan minnzt hefir vea’ið í blöðunum á ofbeldistilraun Reykvíkinganna sumra, menntuðu mannanna einmitt, eftir því sem kallað er, til þess að svifta einstaka menn málfrelsi, og líka svo skammt síð- an tíðindin komu um anarkista-leyfið, sem Hokkr manna í einni byggð Islands tók sér til að refsa einu sínu yfirvaldi upp á sína vísu, að lesendr vorir geta víst ekki verið búnir að gleyma þessu. Svo það eru sannarlega til mörg merki þess; að megn “uppblástr“ er nú í liinum pólitiska frelsisakri heima á íslandi, og því fór fjarri, að vér gætmn bent á neitt eins stór- kostlegt merki hins andlega uppblástrsins í þjóðlííi íslands, þá er fyrirlestr vor varð til, eins og nú er fram komið og öllum oss Islendingum hér vestan hafs sýnilegt.—Vér töluðum líka eitt sinn um það, er vér nefndum ídenzkan nihilwmus. Lagafrum- varpið góöa, sem þegar var um getið, bendir nú óneitanlega á það, að íslenzki nihilismusinn sé að blása sig upp til að verða meira en lítið rússneskr Rússum er við brugðið fyrir sína harðstjórn og sína þi'ælahlekki. En önnur eins lög til að binda vesalings alþýðuna fasta við eymda-bœlið bennar heima eins og frumvarpið þetta, sem í ár skapaðist á alþingi íslendinga, liafa aldrei sést í Rússlandi. Mennóníta-nýlendurnar í Manitoba og víöar liér vestra minna vel á þennan sannleik. þá er stríðið síðasta stóð yfir milli Rússa og Tyrkja fyrir einum 16 árum, var Mennónítum, sem á Rússiandi bjuggu, eins og öðrum þegnurn Riissakeisara boðið að ganga í herþjónustu og berjast gegn óvinum hins rússneska ríkis1 ). En til |tess voru þeir ófáanlegir fyrir þá sök, að trúarbrögð þeirra banna þeiin alla hermennsku, er þeir á likan hált og Kvekarar skoða sem synd. Hvað skyldi nú hafa verið gjört við þessa vesalings Mennóníta, hefði löggjaf- arnir íslenzku, sem í ár gjörðu þetta frægðarverk á alþingi, setið sem ráðgjafar í kring um keisarann í Pétrsborg ? Yér skulum láta alla ráða þá gátu sjálfa. Til þess þarf ekki mikla )] Fyrir 1871 voru |)sir undanjjegnir her)jjónustu í Rússlandi, en )>aö ár misstu |:eir Jiann undan])águ-rétt að stjórnarboÖi.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.