Sameiningin - 01.11.1893, Blaðsíða 5
—133.
ástœfía til aS heyra kristnum söfnuPi til, trúa á Jcsúm Krist og
ákalla hann sem drottin og frekara. Og mér finnst nú annars,
aö það ætti að vera undr auSvelt að sannfœrast fullkomlesra um
það, að guðs ríki eða kristindúmrirm er virkilega svona mikils
virði. því hugsið yðr, að allt það, sem kristindúmrinn hefir
komið með inn í mannfélag vort, væri allt í einu horfið og orðið
að engu. Hugsið yðr, að mannfélagið, sem þér tilheyrið, væri
allt í einu orðið heiðiö, allt það tekiö burt úr löggjöf og stji'irn
landsins, sem er af kristilegri rút i-unnið. Ef þér eigið örðugt
nreð að gjöra yðr Ijiíst, hvernig mannfélagið liti út eftir að öll
spor eftir kiistindúminn væri [ar þurrkuð út, þá eru sumir, sem
geta minnzt þess, hvernig saga vorrar eigin þjúðar leit út áðr
en Ijús kristindúmsins varð henni sýnilegt. Og þeir, sem eru
dálítið lærðir, þeir hugsi til þess, hvernig almennings-ástandið
var hjá hinum menntuðu heiðingjum í fornöld, Rúmverjum og
Grikkjum, áðr en hoðskaprinn um guðs ríki harst til þeirra, áðr
en guðs ríki þrengdi sér inn á þá. það þai f annars engan sér-
legan lærdúm til aö vita þetta, því nýja testamenntið sýnir það
til fullnustu, þú ekki væri nema 1. kapítulinn af Rúmverj tbréf-
inu. þér lesið dagblöðin margir hverjir. Hafið þér þá ekki
lesið þar svo tnikið, að þér liafið tekið eftir því, hve úendanlega
milclu bigara mannfélagsístandið A þessuin yfirstandandi tíma
er í hciðingjalöndunuin — þeim menntuðu einmitt, eins og t. a.
m. í Kína — heldr en í þessum löndum, þar sem kristin kirkja
lietir náð sér niðri. — En eg sTeppi þessu, sieppi jafnvel allri
menntaninni og mannúðinni og réttlætinu, sem komið er inn í
mannfélagssöguna fyrir áhrif frá kristindú.ninum, — sleppi því
alveg, hve úheyrilega mikið heimsríkið fetta, sem vér allir, trú-
aðir og vantrúaðir, tilheyruin, hefir grœtt á guðs ríkinu, sem
Jesús Kristr kom til jæss að grundvalla hér á jörðu og boða
mönnum og leiða þá inn í. Mörguin yðar skilst það, ef til vill,
ekki til hlítar, hve mikið mannfélagið í þessu landi og öðrum
menntalöndum lieimsins á kristindúminum að þakka. En
snúuin oss þá að hinu persúnulega lífi einstakra manna nær og
fjær. Sjáið þér ekki, hvflik makalaus blessan það hetir verið
fyrir lærisveina drottins Jesú til forna, að þeir af honum voru
leiddir inn í guðs riki? Kemr ekki öllum saman um jiað, að
þeir hatí grœtt úendanlega mikið við að verða kristnir menn ?