Sameiningin - 01.11.1893, Blaðsíða 14
■142—
Um Eevivals eSa hina andlegu trúvakningarfundi nútíSar-
innar segir Spurgeon: í bœjunum allt í kring um oss ogstund-
um í vorum eigin bœ er þá og þá haldinn mesti fjöldi af trú-
vakningarfundum, setn eg álít geggjaða og gagnslausa. Eg heíi
heyrt getið um stórar samkomur, sent þyrpzt hafa saman að
morgni dags, eftir ntiöjan dag og að kvöldi, í því skyni, að
hlusta á einhvern alkunnan trúvekjanda, og undir prédikan-
inni hafa ýmsir hljóðað, œpt, oltið um koll og engzt sundr og
saman; og þá er prédikarinn síðar benti hinum iðrandi mönnum
á, að gjöra það eða það, og lét einn eða tvo aöstoðarmenn sína,
einskonar andlegar veiðibjöllur, íiýta sér á undan öllum öðrum
að játa syndir sínar, þá gáfu sig fram mörg hundruð manna,
sem þessi eina prédikan hafði hriíið með sér, og lýstu yfir, að
þeír á þessari sömu stundu hefði snúizt frá viilu vcgar stns. Og
alveg nýlega frétti eg, að sá orðrómr gengi út frá einum stað
hér á Englandi, að einn tiltekinn dag hafi undir prédikan prests-
ins N. 17 persónur orðið alheilagar, 28 liafi sannfœrzt um synd
sína og 29 öölazt þá blessan að verða réttlátar fyrir guði. Næsta
dag bœtast aftr við svo eða svo margir, og daginn þar á
eftir enn svo og svo niargir. Loks leggja menn allar þessar
tölur saman, og verða það alls mörg liundruð, sem bless-
anina hafa eignazt fyrir þessar þrjár prédikanir og fram-
kvæmd þessa sama prests. Allt þetta kalla eg leik. það er
liugsanlegt, að eitthvað sé hér gott með, ea eins og það birtist á
yfirborðinu, virðist mér það vera svo seyrið, að eg dirfist naum-
ast að trúa því, að teljandi sé það, sem þetta hefir meðferðis af
góðu. þegar tnenn fara (í þessuni efnum) að reikna svona ná-
kvæmt, hugsa eg æfitilega, að þeir villist á því, sem þeir eru við
að eiga. það er hœgðarleikr að segja, að svo eða svo rnargir
hafi bætzt við kristinn söfnuð við gefið tœkifœri; en að halda
sálnaregistr yfir alla þá, sem komizt hafa til þekkingar á synd
sinni, orðið réttlættir og helgaðir, það er þvert á móti heil-
brigðu viti.
Til háðungar kristniboðsmálinu eða mönnum þeim heima
á íslandi, sem því hafa hreift, sendu átján lærisveinar Möðru-
valiaskóians fyrir nokkru einum þessara manna tíu aura í bréfi.