Sameiningin - 01.04.1894, Page 2
—18—
Ó, komum, biðjum hann, sem þau börnin að sér tók,
að blessa oss og leiða’ í stríði hörðu;
svo lærum líka’ að stafa guðs blessuðu bólc,
sem blasir við himni á og jörðu.
Má reiða sig- á guðspjallasöguna ?
Eftir dr. F. Godet í Neuchatel í Sveiss,
Framhald.
þó að vér nú, að því er þetta síðasta atriði snertir, létum
vera að taka tillit til þess, hve algjörlega ósennilegt það er, að
maðr sá, er „blés ógnunum og manndrápi gegn lærisveinum
drottins", haíi getað haft aðra eins sýn, þá er það þó óneitan-
legt, að Páll í 1. Kor. 15 telr þá opinberan drottins, sem hér er
um að rceða, allt annars eðlis en hinar ýmsu sýnir, er hann
annarsstaðar minnist á í bréfum sínum og líka koma fyrir áðr
í Gjörðabók postulanna. I þessum 15. kap. fyrra bréfsins
til Korinþumanna, sem vér aftr og aftr höfum vísað til, er talað
um líkamlega upprisu hinna trúuðu, og postulinn styðr þá kenn-
ing sína með því, að frelsarinn eftir upprisu sína haíi birzt post-
ulunum og auk þess fjölda annarra lærisveinaog þar með einnig
sjálfum postulanum. Yæri þar að eins um sálarsjón að rœða, þá
gæti það með engu móti verið sönnun fyrir líkamlegri upprisu
Krists, né heldr verið til styrkingar þeirri von, að vér eigum
líka að rísa upp. þessi opinberan, sem Páll byggir köllun sína
til postuladœmisins á, er eftir skoðan hans allt annars eðlis en
það, þegar drottinn síðar vitraðist honum í draumum eða and-
legum sjónum. þar sem hann nú setr opinberanir þær, er post-
ularnir segja frá, í röð með þeirri opinberan, er hann sjálfr
varð fyrir, þá er auðsætt, að hann telr þessar opinberanir lík-
amlegar, eins og kirkjan hefir líka æfinlega gjört. það þarf
ekki heldr annað en bera frásögurnar um sýnir, t. a. m. þá er
Pétr varð frá sér numinn (Pg. 10, 10 o. s. frv.), saman við sögu
guðspjallanna um upprisu drottins, til þess að öllum verði
skiljanlegr hinn mikli opinberanamunr, sem hér er um rœða.
Ekki dugir heldr að halda því fram eins og Strauss gjörir, að
það sé ekki fyr en löngu eftir dauða Jesú og eftir að lærisvein-
arnir voru komnir til Galílea, að þessar opinberanir hafi komið