Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1894, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.04.1894, Qupperneq 5
—21— er um aS rœSa, nema því aS eins að viðrkennt sé, að opinber- anir hins upprisna styðjist við einhvern virkilegleik. Og líta peir þá svo á, að eftir dauða sinn hafi. Jesús í raun og veru látið lærisveina sína sjá sig, en reyndar að eins á andlegan hátt; hann hafi að eins birzt þeim sem andi. Frá himni ofan hafi hann beinllnis haft áhrif á sálir þeirra, og fyrir þau áhrif hafi þeir sannfœrzt um það, að hann lifði í guði og hjá guði og hefði vald yfir öllu. Og út af þessari sálarsjón hafi svo lærisveinarnir ímyndað sér, að Jesús væri 1 bókstaflegum skilningi upprisinn og hefði opinberazt þeim líkamlega. Með þessari skýringartilraun er þá út úr vandræðum aftr um eitt fótmál horfið tilbaka í áttina til trúarinnar águðspjalla- söguna. Hinni yfirnáttúrlegu orsök verðr eigi lengr neitað; en til þess að komast hjá því að viðrkenna líkamlegt undr er því haldið fram, að undrið liafi gjörzt í andans heimi. En lengra verðr að hverfa til baka, ef duga skal. það fæst á þennan hátt engin úrlausn á þeirri spurning, hvað orðið hafi af líkama Jesú. þó að Jesús eftir dauða sinn í anda opinberist lærisveinum sín- um, þá getr líkami hans fyrir þá opinberan ekki horfið burt úr hinni kyrrlátu gröf. Lærisveinarnir hefði þó sannarlega ekki með líkið í gröfinni fyrir augunum getað farið að ímynda sér, að drottinn hefði líkamlega birzt þeim. Svo þessi úrdausnartil- raun dugir jafn-lítið og þær, er áðr hefir verið frá skýrt. Og er þá sýnt, að svo framarlega sem hér er ekki að rœða um svik frá hálfu postulanna, þá hlýtr vitnisburðr guðspjallanna um upprisu Jesú að vera áreiðanlegr. það, sem merkilegast er í þessari kenning Keims, er þó það, að lærisveinarnir hafi villzt á því, er Jesús lét þá á algjörlega andlegan hátt verða fyrir áhrif- um og gjört úr þeim líkamlega opinberan. því að það, sem Lúkas (24, 37—39) segir, er þar þvert á móti, þar sem liann tekr fram, að lærisveinarnir hafi ímyndað sér, að þeir sæi anda, en Jesús hafi þá með öllu móti reynt að sannfœra þá um líkainlega návist sína: „Skoðið hendr mínar og fœtr, að það er eg. þreifið á mér og gætið að; því að andi hefir hvorki hold né bein eins og þér sjáið mig hafa.“ Og því næst matast hann frammi fyrir augum þeirra til þess að taka frá þeim allan efa. Hafi þetta að eins verið andi, þá hefir sa andi ekki viljað, að hann væri álitinn L

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.