Sameiningin - 01.04.1894, Qupperneq 6
það, sem hann var. Undarleg framkoma óneitanlega af himn-
eskri veru, sem Keim þó hefir fyrir satt að Jesús haíi vei'iS!
Aðaimótháran gegn skýring Keims á uppi'isu-undrinu verðr
]?ó æfinlega það, að ineð því móti missir upprisa Jesú, stœrsti
viðburðr í sögu mannkynsins, sína eiginlegu þýðing. Hún er
fyrst og fremst sigr yfir dauðanum, sem er laun syndarinnar-
Eftir að Kristr með lífi sínu hafði yfírunnið syndina og með
dauða sínum friðþægt fyrir hana, reis hann upp frá dauðum, til
þess svo sem á sýnilegan hátt að bjóða hverjum einstökum synd-
ara réttlæti sitt og veita öllum trúuðum trygging fyrir því, að
þeir skyldi frelsast frá dauðanum.
þ)essi þýðing Jesú upprisu verðr að engu, ef henni er neit-
að í líkamlegum skilningi og hún skoðuð eins og anda-opinber-
un, nærri því eins og um vofu væri að rœða. Upprisa Jesú er
meira en það, sem Keim vill láta hana vcra, ellegar hún er sama
sem ekki neitt. Svo framarlega sem vér megum trúa vitnisburði
postulanna og jafnframt halda þvi föstu, að fyrir engum sögu-
legum atburði er unnt að leiða áreiðanlegri rök en upprisu. Jesú,
þá er hún innsiglið á vitnisburði hans um sjálfan sig ogstaðfest-
ing hinnar makalausu æfisögu hans, sem er svo ólík allra ann-
arra rranna. Hinir þrír guðspjallamenn boða oss Jesúm eins
og hinn fyrirheitna Messías (Matteus), eins og hinn guðmann-
lega frelsara (Markús), og eins og hinn annan Adam og hinn
elskulega mannsins son (Lúkas); þeir lýsa honum hver með öðr-
nm eins og hertoga lífsins, er hafði þá köllun að lyfta mannkyn-
inu upp til sjálfs sín. 0g þennan vitnisburð guðspjallamann-
anna um Jesúm staðfestir upprisa lians á guðdómlegan hátt.
En til þess að komast til fullkomins skilnings á þýðing guð-
spjallssögunnar er nauðsynlegt að atliuga enn þá nákvæinar,
hvernig mannkyninu fyrir komu Krists í heiminn verðr unnt
að ná endimarki ákvörðunar sinnar. Og getr fjórða guðspjail-
iö þar hjálpað oss.
Kit þetta er til vor komiö úr fornkirkju elztu tíma sem
verk þess lærisveins, er Jesús elskaði öllum öðrum fremr, og
allt frarn að lokum átjándu aldar kom engum í hug að draga
þann virðulega uppruna þess í efa. En þá fóru nokkrir biblíu-
skýrendr að vefengja ritvissu þess, og á þessum tíma er sú skoð-