Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 10
■20 til þess ekki að nauðsynjalausu að vekja hneyksli eða gefa nokk- urt ásteytingarefni. Sömu reglu fylgdi Páll sjálfr, er eins stóð á fyrir honum. Hann vottar um sjálfan sig í 1. Kor. 9, 20 : „Á meðal Gyðinga heíi eg verið Gyðingr, svo eg áynni Gyðinga, hjá þeim, sem undir lögmálinu eru, heíi eg verið eins og undir lögmálinu, þó eg sé ekki undir því, til þess eg áynni þá, sem undir lögmálinu eru“. Hefði hinir tólf álitið slíka lögmálsgæzlu sem þá, er hér er um að rœða, nauðsynlega til sáluhjálpar, þá hefði þeir hvað sem það hefði kostað, hlotið að gjöra hana að ófrávíkjan- legri skyldu fyrir heiðingja. En nú verðr það ljóst af 2. kapí- tula Galatabréfsins, að þeir gjörðu þetta ekki. Og fást þannig úr þessari átt engar minnstu líkur fyrir því, að Jóhannes hafi eigi getað ritað guðspjallið. (NiSrl. í næsta blaði). 2. sálmr Davíðs Eftir séra Valdemar Briem. (Lag: Æ, vissir þú, sem vicljar dregr synda.) Hví œðið þér svo, heimskir heimsins lýðir? Hví hamizt þér svo drottins smurða gegn ? þar kemr að, þér kannizt við um síðir, að kongr sá var yðr þó um megn. það ráð er eins og hverfult hjól, að liugsa sér að fella drottins stól. })ér, heimsins kongar, höfðingjar og jarlar, þér himins drottni sjálfum berjizt mót. Hann ráöagjörðir yðar brýtr allar, og yðar máttr stoðar ekki hót. Að barnaskap þeim brosir hann, er börnin ætla sér að herja’ á skaparann. Guð sjálfr smurðan soninn kæra hefir og sett hann yfir jarðarríkin öll; að erfð hann honum allan heiminn gefr, og öllu stjórnar hann frá Síons höll. Ef ríki hans er herjað á, hve hátt hann reiðir veldissprotann þá!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.