Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 12
væri sunnudagsskóli í hverjum einasta söfnuSi kirkjufélags
vors. J)ví miðr er j>ó ekki svo langt komið. Samlcvæmt skýrslu
um sunnudagsskólahald fyrir árið næst á undan síðasta kirkju-
þingi, sem stendr í Sam. YIIL, bls. 95, var þaS a5 eins í 11 söfn-
uðurn þeirra 22, er í kirkjufélaginu standa, aS sunnudagsskólum
var haldiS uppi. Og tala ungmenna í þessum 11 söfnuSum, sem
um lengri eSa skemmri tíma af árinu höfSu gengiS á sunnudags-
skóla, var aS eins 813. Er þaS lítiS af öllum íslenzkum börnum
eSa unglingum hér í landinu. 0g þó er eg viss um, aS sunnu-
dagsskólar vorir, þessir fáu, sem veriS hafa, hafa gjört ómetan-
lega mikiS gott. AS ungmenni vor eru þð þaS, sem þau eru,
þrátt fyrir hina hættulegu byltingastefnu tímans og ýmsar ut-
an aS komandi freistingar, það þakka eg fyrir mitt leyti sunnu-
dagsskólunum fremr öllu öSru.
það er auðvitaS, að börnin hafa tœkifœri eins og hinir full-
orðnu til aS heyra prédikanir presta, en þau hafa ekki nærri
því eins mikið gagn af því, eins og þeir, því í kirkjunni talar
prestrinn yfir höfuS til fullorSna fólksins, en beygir síSr kenn-
ing sína eftir barnshjartanu. Líka er það satt, aS börnin flest
eiga heimili, foreldra og aðstandendr, sem elska þau og vilja
gjöra þau aS góSum og rétt hugsandi mönnum. En þetta
hrekkr lítið, þar sem svo mikils þarf með. Enda er líka, eins
og allir vita, engu meira ábótavant á meðal mannanna sona og
dœtra heldr en barnauppeldinu.
Eg fyrir rnitt leyti hefi mjögmikið álitásunnudagsskólunum,
og óska eg af heilum hug, að þeir megi halda áfram að aukast og
dafna,og að blómgun þeirra dvíni aldrei. En vel get eg viðrkennt,
aS þeim sé enn í mörgu ábótavant hjá oss. þaS, sem eg hefi
einkanlega heyrt sett út á sunnudagsskóla vora af þeim Islend-
ingum sjálfum, sem í kirkju vorri standa, er ekkert viðkomandi
trúarbrögðunum, sem þar eru kennd. þaS heyrist aldrei kvart-
að um það, að nokkrir kennendr í sunnudagsskólum vorum fari
þar með nokkuð óheilsusamlegt eSa víki í neinu frá lærdómum
heilagrar ritningar. Aftr á móti heyrast stundum kvartanir
um það, að börnin læri svo sem ekki neitt á skólum þessum, og
enn fremr um það, að þar vanti nœga reglu og stjórn.
Að því er þá kemr til þeirrar aðfinningar, að börnin læri
ekkert á surmudagsskólunum, þá er það svo rnikil fjarstœða, að