Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1894, Blaðsíða 15
—31— starf sunnudagsskólakennenda er alloft af aðstandendum barn- anna launaS á þennan hátt. En vel er þó þessu unandi fyrir kennara, ef þeir af framferði barnanna sjálfra fá sýnilegan vott þess, að starf þeirra er ekki árangrslaust. Enda mun það aldrei bregðast, að þessi vottr fáist, svo framarlega sem kennarar, enda þótt ófullkomnir kunni að vera, vinna verk sitt með samvizku- semi, með bœn til drottins og eins og fyrir hans augliti. Að því er þá aðfinning snertir, að almennt vanti nógu góða reglu og stjórn á sunnudagsskólum vorum, þá er því miðr hætt við því, að þar hafi menn nokkuð til síns máls. það er lífsspurs- mál fyrir sunnudagsskóla, að góðri reglu sé þar haldið uppi. Hver einstakr kennari verðr að hafa vakandi auga á sínum „klassa“, og hafa vit eða lag á að kenna honum að hlýða og halda huga barnanna föstum við það efni, sem liann er með að fara. Kennarinn verðr að kappkosta að innrœta hverju barni fyrir sig þann hugsunarhátt, að það fyrirverði sig að gjöra sig sekt í nokkru ósœmilegu á þeim stað og tíma, svo sem hnippingum, ólátum eða yfir höfuð nokkurri ókyrrð. Sá, sem ekki getr haldið reglu í hópi barna þeirra, sem hann á að segja til, á ekki sunnudagsskólakennari að vera. Og eins er sá maðr óhœfr til að eiga við sunnudagsskólakennslu, sem ekki sí og æ vakir yfir því, að hvert einstakt barn í „k.lassanum“, sem hann er yfir settr, taki vandlega eftir því sem hann er með að fara. það sýnist eins og sumir álíti, að sunnudagsskólinn eigi að geta umskapað þau börn, sem á hann ganga, að því er siðferði þeirra snertir, og að foreldrar eða aðstandendr unglinganna sé lausir við alla ábyrgð á kristindómsuppfrœðslu þeirra, ef þau einungis eru send á sunnudagsskóla. En þetta er rammskökk skoðun. Ábyrgðin á hinu andlega lífi barnanna er æfinlega foreldranna; sunnudagsskólinn getr þar að eins verið til stuðn- ings. En sá stuðningr er auðvitað mjög þýðingarmikill, ef skól- inn er í lagi. En grundvöllinn verða faðir og móðir dagsdag- lega að leggja sjálf, með uppfrœðslu á heimilinu, bœnum með börnunum, áminningum og aga. það er býsna fjarstœtt, að ímynda sér, að það barn, sem daglega heyrir heima hjá sér ill- mæli, blótsyrði, ósiðlegt hjal, deilur um trúarbrögðin og guðlast- anir, verði trúað og siðferðisgott, þótt það jafnvel fengi þá full- komnustu kennslu stutta stund á sunnudögunum. Og það mun

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.