Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1894, Side 8

Sameiningin - 01.06.1894, Side 8
þannig. Vér höldum oss þó hér við' orðin í hinum upphaflega búningi þeirra, með því að þau skýra svo ágætlega efni það, er vér viidum nú tala um. þá er þeir Jósúa tóku fram, að skuggi Kanaausmanna væri frá þeim vikinn, vildu þeir, að ísraelslýð yrði skiljanlegt, að þetta fólk væri engan veginn svo hræðilegt; þeim væri nauða-illa borgið, þar sem þeir væri sviftir því, er þeir gæti haft fyrir skugga til að skýla sér með. það er nærri því sama og sagt hefði verið: „Guð sjálfr cr frá þeim vikinn"; enda segja þeir rétt á eftir: „og drottinn er með oss; verið óhræddir!“ En nú er að athuga skuggana, sem tilheyra mannlífinu al- mennt. Vér hræðumst ylir höfuð að tala skuggamyndir lífs og dauða, og því verðr aldrei neitað, að þær eru í sannleika sumar — margar — hræðilegar, sorglegar, grátlegar. En það eru líka til inndælar skuggamyudir. Forsœlan og myrkrið og nóttin eru líka drottins, og svo er þá líka öllu þessu dýrmætt evangelí- um samfara. það er inndælt að sitja úti eða ganga vitiásumar- kvöldum eftir brennheita daga, af því að maðr er þá kominn í skuggann. það gleymist oss sízt nú, er hinn heiti árstími enn þá einu sinni ernýkominn til vor. Ó, live inndæl eru sumar- kvöldin eftir þessa heitu daga! Myrkrið kvöldsins og nætrinn- ar — hvílík blessuð sólhlif frá drottni! Meðan nóttin stendr yfir útanda jurtirnar því loftefni, sem myndi deyða þær, ef nóttin kœmi ekki yfir þær. Sama lögmálið ræðr í hinu sið- ferðislega og andlega lífi manna. Mannlífið er stundum dimm nótt, mannssálin öll í skugganum. Menn harma sér út af því náttmyrkri, og gleyma því, að það hjálpar einatt hinu andlega lífi svo stórkostlega við. Hvernigþá? Á þann híitt, að það hverfa þá svo mörg öfl úr manneðlinu, sem myndi gjöra út af viö manninn, ef allt af væri dagsbirta og sólskin. — Lítum á þjóðlíf ísraelsmanna. Hið 40 ára langa ferðalag um eyðimörk- ina var ein samanhangandi ervið nótt. þeir voru allt af í skugg- anum: sífellt í hættuin, þrengingum, með opinn dauðann fyrir augunum. Hugsum oss, að þeir heíði á 2 eða 3 vikum, þvi leiðin er nú í rauninni ekki lengri, þrengingalaust komizt til hins fyrirheitna lands, sloppið við þessalöngu og þreytandi nótt. Myndi þeir hafa náð landinu og haldið því þá? Engan veginn. þeir myndi hafa legið flatir fyrir Kanaansmönnum, og annað- hvort allir fallið fyrir svcrðseggjum þeirra, eða, jiví að berjast

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.