Sameiningin - 01.04.1895, Qupperneq 3
-19-
kvölJmáltíðina, af drottni sjálfum; svo þýðing sú, scm hann í
áminnztum vitnisburði sínum leggr í þetta lieilaga sakrament,
útskýring sú, sem hann þar gefr á innsetningaror'ðunum, er að
sjálfsögðu frá frelsaranum sjálfum og um aldr og æfi bindandi
fyrir kristnina. það er því ekki minusti vafi á því, að vér
eigum að skilja orðin, sem til vor koma í Jesú nafni um leið og
vér meðtökum brauðið og vínið í altarissakramentinu: „þetta
er minn líkami“ og „þetta er kaleikr hins nýja sáttmála í rnínu
blóði“, nákvæmlega eins og þau hljóða, — enginn vafl á því, að
Jesús vill, að þau skuli æfinlega af öllum hans lærisveinum
tekin í bókstaflegum skilningi. Með öðrum orðum; Frelsarinn
hefir tilsett þennan helgidóm, kvöldmáltíðina, til þess með henni
að gjöra lærisveina sína hluttakandi í líkama sínum og blóði.
En frelsarinn sagði líka um leið og hann innsetti kvöld-
máltíðar-sakramentið: „Gjörið þetta í mína minning“. þessi
orð eru líka partr af innsetningarorðunum, og auðvitað getr það
eklci verið meining hans, að þessum hluta innsetningarorðanna
skuli nokkurn tírna stungið undir stól í kristninni. það hcfir
stundum í sögu kirkjunnar verið lögð langtum of mikil, ein-
strengingsleg og öfug áherzla á þennan liluta innsetningarorð-
anna. Menn hafa út af þessu: „Gjörið það í mtna minning"
leitazt við að fá þcim skilningi slegið föstum, að kvöldmáltíðar-
sakramentið væri ekkert annað en líldngarfull athöfn, fyrir-
skipuð kristnum mönnum af Je3Ú til þess að eins að lialda á
lofti í söfnuðinum hátíðlegri endrminnig um hann á því augna-
bliki, er hann forðum hóf sína píslarsögu og gekk út í dauð-
ann fyrir synd mannkynsins. Og í samrœmi við þessa útlegg-
ing sína liafa menn þá sagt, að það væri að eins á andlegan
hátt að Jesús í kvöldmáltíðinni gæfi mönnum líkama sinn og
hlóð sitt, þvert á móti orðanna hljóðan og þvert á móti skilningi
þeim, er postulinn leggr í þau, þegar hann vitnar, að menn verði
virkilega með kvöldmáltíðar-sakramentinu hluttakandi í líkama
Krists og blóði. En þó að orðin: „Gjörið þetta í mína minning“
hafi veriö svona einstrenginglega og svona óhœfilega útlögð, þá
dugir ekki fyrir því að slá yfir þau stryki 1 trúarmeðvitund
kristins safnaðar. Ef vér fyrir þessa sök ættutn að stinga
þessum parti innsetningarorðanna undir stól, ]tá mættum vér
cius vel stiuga hverju einasta orði kristiudiims-opinberuuarinn-