Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1895, Side 6

Sameiningin - 01.04.1895, Side 6
-22- Sælan, sem frelsarinn, hinn krossfesti og upprisni, réttir þar að manninum, j'firgnætir allan sársauka út af eiginni synd og eins allar raunahugsanirnar út af kvölum þeim, sem hann sjálfr varö aS liða fyrir syndir vorar og mannkynsins yfir höfuð að tala. Með öSrum oiðum: Kvöldmáltíðin er hin mosta fagnað- arhátíð, sem kristin mannssál getr eignazt á æfi sinni, fyrir þá sök, að hún minnir mann á frelsarann hjá sér í fylling hins frelso.nda kærleilca hans, minnir mann á hann veranda hjá sér og bjóðanda manni líkama sinn og blóð, ávöxtinn allan af kvöl sinni og krossdauða, og þar með guðlegan Iífslcraft til þess að geta unnið sigr í stríðinu við syndina, dauðann og djöfulinn. j)aö er þegar tekið fram og staðfest með vitnisburði Páls postula, að orð frelsarans við kvöldmáltíðar-innsetninguna: „j)etta er minn líkami“ og „þetta er mitt blóð“ eigi að skiljast bókstafiega eins og þau liljóða. Að gjöra fullkomna grein fyrir því, hvernig lærisveinarnir til forna hafi virkilega getað með- tekið líkama og blóð frelsarans, meðan hann enn í sýnilegri persónu var hjá þeim, enn þá ógenginn út í dauðann, eða fyrir því, hvernig kristnir menn síðar í gegnum allar aldir geti með- tekið líkama hans og blóð eftir að hann er uppliafinn í hina himnesku dýrð og öllum á jarðríki ósýnilegr orðinn, — það kemr oss ekki til hugar, og það ætti engum að koma til hugar. Hér er að sjálfsögðu um trúarlegan leyndardóm að rœða, og leyndardómrinn gjörir einmitt kvöldmátlíðina að sakramenti. Yæri hér cnginn leyndardómr, gæti mannleg skynsemi gjört sér fulla grein fyrir þessu, þá væri kvöldmáltíðin ekkert sakra- ment. En þó að hér sé um leyndardóm að rœða, sem enginn fær meðtekið nema ineð trúnni, þá má það taka fram í áttina til skýringar á þessu leyndardómsfulla trúaratriði, að það, að Kristr í kvöldmáltíðinni býðr manni og gefr manni líkamasinn og blóð, þýðir alveg vafalaust það sama eins og hann gefi mönnum sjálfan sig í eigin lifandi persónu, eins og líka prýði- lega vel er tekið fram í einum ágætum fornsílmi í sálinabók vorri: „Kristr veitist allr öllum æfinlega, þá vér föllum fram við blessað borðið hans. Kristr eyðist ei né þrýtr;

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.