Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 9
—25— Ohœfa vsori auSvitaS fyrir kristna menn aS gleyma þessum kristilegu og postullegu varúðarorðum. En telja má víst, að margir haíi eklci gjört sér ljóst, hvað í því liggr að vora hœfr til aS mœta við kvöklmáltíðarborðið. Hver er þá liœfr? Hœfr er hver sá syndari, sem í alvöru þráir lausn frá syndum sínum og langar til frelsarans, langar að hafa hann fyrir drottin og herra yfir 1 ífi sínu. Hœfr er hver sá, sem í einlægni vill fá fyrirgefning synda sinna og vera guðs barn. Hœfr er hver sá, sem hefir hryggð, hjartanlega hryggð, af trúarveikleik sínum og langar eftir því, að frelsar- inn styrki sig í þessum sínum veikleik. Hœfr er hver sá, sem stendr uppi í baráttu við vonzkuna í sjálfum sér, og þráir í al- vöru guðlega hjálp fr.í frelsaranum til þess að geta unnið sigr í þeirri baráttu. í einu orði: allar syndþjáðar, náðarþurfa manns- sálir mitt uppi í hinu jarðneska lífi eða við dj^r dauðans — þær eru hœfar fyrir hið heilaga borðhald kvöldmáltíðarinnar. Eða með orðum frelsarans sjálfs: „Komið til mín, allir þér, sem er- viðið og þunga eruð hlaðnir; eg vil gefa yðr hvíld" (Matt. 11,28). Engin mannssál, sem svona er ástatt fyrir, þarf að vera hrædd um, að hún með hluttöku sinni í kvöldmáltíðinni eti og drekki sér til dómsáíellis. Og engin slík mannssál ætti að haldasér frá kvöldmáltíðar-borðinu. Og muni allir eftir því, að því getr líka fylgt stór-mikil ábyrgð, að vera kristinn eða vilja vera kristinn og ganga þó ekki um svo eða svo löng tímabil æfi sinnar til altaris. Ekki skal því gleyma, að kvöldmáltíðin er ekkihiðein- nsta náðarmeðal, sem sett getr mann í samband við frelsarann, svo maðr getr vissulega verið viðrkenndr af drottni sem læri- sveinn hans, þótt ekki mœti inaðr honum við kvöldmáltíðar- borðið. En liitt er víst eins fyrir því, að f kvöldmáltíðinni mœtir frelsarinn manni æíinlega í allri fylling sins kærleika, og það er dcemalaust hætt við, að sá, sem ekki vill vera þar með, sé meira oða minnagallaðr að því er snertir einlægni hjart- ans í trúarlegu tilliti, dœmalaust hætt við, að sá hinn sami láti l*ka fagnaðarboðskap frelsarans í orðinu hans eins og vind um eyrun þjóta. Og svo muni þeir kristnu menn, sem ekki ganga til guðs borðs, eftir því, að með því að vera þar ekki með, draga þeir svo og svo marga aðra, meðal annars hinn nýfermda œskulýð, með dœrni sínu burt frá því náðarmeða'li drottins, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.