Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1895, Side 11

Sameiningin - 01.04.1895, Side 11
—27— semdir viö ofangreinda ritgjörö í „Sunnanfara" (IV, 6). Eign- ar hann séra Jóni Bjarnasyni hana. En hún var rituð af mér á þeim tíma, sem eg haföi ritstjórn „Sam.“ á hendi í sjúkdóms- forföllum séra Jóns og ber eg því alla ábyrgð fyrir hana. Hann segist ætla að leitast við að sýna, að Virchow sé ekki sannleikans megin í máli þessu og því ekki rétt að byggja eins mikið á honum og gjört sé í ritgjörð þessari. Ber hann fyrir sig ritgjörð eftir prófessor Brögger, háskólakennara í Kristjaníu uin „Neanderdals-inannflokkinn" og þýðing hans fyrir spurning- una um ætt mannkynsins. Alítr hann iiauskúpu þá, er fundizt hafi 1856 í Neanderdalnum „miklu líkari apahauskúpu en haus- lcúpur þeirra manna, er nú gjörast". Sumir hafi álitið hana góða sönnun fyrir nánum skyldleika apa og manna. Virchow hafi rannsakað hauskúpuuna 1872 og kornizt að þeirri niðr- stöðu, að hún væri af vansköpuðum einstaklingi og sannaði því ekkert. Seinna hafi fundizt aðrar mannaleifar í jörðu, svo sem þær leifar af beinagrindum, sein fundust hjá Spy-hellinum í Belgíu; sé þær „að almannadómi(?) fuilgild sönnun fyrir því, að þessi mannflokkr, sem kenndr er við Neanderdal, hafi verið til“. Af þeirn megi sjá, að menn hafi orðið að ganga hoknir og álútir, og oft orðið að styðja höndunum niðr, er þeir gengu, eins og ap- arnir gjöra. Brögger hafi það eftir þýzkum náttúrufræðing, að Virchow hljóti að vera blindr, „er liann skilr elcki, að hann er orðinn á eftir tímanum"; rnenn geti í þessu efni ekki tekið mark á því, er hinn mikli sjúlcdómafrœðingr segi. Samt sem áðr segir Brögger, að Virchow sé í afar-miklu áliti á þýzkalandi, — svo miklu áliti, að hann kennir því um, að j’ýzkir vísindamenn hafa þagað um mannabein þau, er fundizt liafa nálægt Spy. — En hræddr er eg um, að eitthvað sé bogið í þessu. það er alveg nýtt, ef einhver vísindainaðr hefir svo mik- ið álit á sér á þýzkalandi, að aðrir vísindamenn hafi ekki hug til að láta í Ijósi skoðanir sínar um eitthvert visindalegt efni, af ótta fyrir því, að þeir myndi styggja hann. þýzkaland bæri þá ekki þann ægishjálm yfir önnur lönd í vísindum og rann- sóknum, sem það ber, ef svo mikill vísindalegr þrælsótti ætti sér jiar stað. það er ]iví alveg óhætt að ætla, að hafi þýzkir náttúrufrreð- ingar látið sér fátt um fund þessara Spy-leifa finnast, er ]>að L

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.