Sameiningin - 01.04.1895, Blaðsíða 13
—29—
ar hann uin allar þær mannaleifar, sem í'undizt liat'a í jörSu
hingað til, ];ar á meðal um Neanderdals-manninn og Spy-leifarn-
ar í Belgíu, og kemst að þeirri niðrstöðu um aldr mannsins, sem
nú skal nreina:
O
„þær mannaleifar, sem með vissu eru kunnar, geta ekki
verið eldri en 7000—10,000 ára, samkvæmt áreiðanlegustu áætl-
unum jarðfrœðinnar. Samkvæmt núverandi þekking vorri er
þetta fjærsta dagsetning elztu spora mannsins, og að líkindum
er hin lægri talan nær sanni en hin hærri“. (Bls. 21—22.)
„það mætti koma með þá mótbáru, að ef maðrinn, eins og
ýmsir formælendr fullkomnunarkenningarinnar ætla, hefir
smámsaman til orðið úr hinum lægri dýrategundum, og ef elztu
leifarnar af honum, sem menn þekkja, eru samt sem áðr mann-
legs eðlis, þá hljóti hann að eiga margfalt lengri sögu, sem nái yfir
hin ýmsu tímabil þroskastiga hans frá t. d. apakynjuðum mynd-
um. þetta játum vér; en svo höfu-rn vér enn þá enga gilda
sönnun fyrir því, aö' mafirinn sé þannig til orð'inn, og engar
leifar af millilið'um eru náttúrufrœðinni cnn lcunnar ....
Eins og sakirnar nú standa eru elztu mannaleifarnar, sem þekkt-
ar eru, þrátt fyrir allt mannlegar (human) og segja oss ekkert
um undanfarin þroskastig". (Bls. 22—23.)
I síðasta lcapítula bókarinnar getr hann yíirlit yíir niðr-
stöðu vísindanna að því, er mannfrœöina snertir, sem þá um leið
er sú niðrstaða, er hann hefir gefið í þessari bók sinni.
„Yér höfum ekki fundið neinn hlekk upprunans, cr tengi
manninn við hin lægri dýr, sem á undan honum voru til. Hann
birtist oss eins og nýtt upphaf í sköpuninni, án þess að standa í
beinu sambandi við hvatalíf lægri dýranna. Elztu mennirnir
eru engu síðr menn heldr en afkomendr þeirra“. (Bls. 216.)
Eg gæti haldið áfram að tilfœra margt fieira eftir þennan
nafnfræga höfund, sem viðrkenndr er að vera einn af mestu
jarðfrœðingum heimsins, en eg læt liér við staöar numið. þetta,
sem eg þegar hefi tilfœrt, er nóg til þess að sýna, að Virchow
stendr ekki aleinn uppi með staðhœfingar sínar, og að maðr, sem
stendr prófessor Brögger að minnsta lcosti jafnfœtis, lítr með
allt öðrum augum á málið. Enda má sjá, að ýmsir Norðinenn
Oafa glott í kamp sér yfir því, hve viss hann þóttist vera í
smni sök. En eg má til að nefna unuun maim til sögunnar,