Sameiningin - 01.04.1895, Page 14
—30-
hinn heimsfræga náttúrufrœðing og heimspeking E. Dubois-
Rcymond. í sumar, sem leið, hélt hann rœðu eina á fundi
vísindamanna í Berlín, sem þykir mjög merkileg sökum þess á-
lits um Darwins-tilgátuna, sem hann lót þar í ljósi, beinlínis og
óbeinlínis.
Nýr flokkr vísindamanna heíir risið upp á þýzkalandi, er
nefnir sig Neo-vitalista. Aðalkenning þeirra er það, að til sé lífs-
afl, er sé annað og meira en þau öfl, er efnafrœðin og eSlisfrœðin
hafa frá að segja. þessir nýju náttúrufrœðingar eru þar að
auk lcenningum Darwins mjög andvígir.
Dubois-Reymond er í þessari rœðu sinni að andœfa kenn-
ingum Neo-vitalistanna. En dómurn þeirra um Darwins kenn-
inguna virðist hann furðanlega samþykkr. Hann segir :
„þegar Darwins kenningin hafði haldið þá sigrför, sem eg
þegar hefi lýst (fyrir áhrif bókarinnar um uppruna tegundanna
1859), datt sá gauragangr niðr eftir stuttan tíma. TÍr ýmsum
áttum urðu efasemdirnar um gildi röksemdaleiðslu Darwins æ
háværari og háværari. í miklu ritverki eftir hinn látna Albert
Wigand var þeim snemma safnað saman, — ofsnemma að því
leyti, sem almenningsálitið þú dró Darwins taum .... “b
Svo bendir liann á ýms atriði í kenningarkerfi Darwins,
sem sízt hafi þolað, að við þau væri komið. „Mér væri ekki
unnt að lýsa hér greinilega árásunum ú Darwins-tilgátuna, sem
æ rísa hærra og hærra og fá meiri og meiri útbreiðslu."
Einna lakast þykir honum farið hafa með þann hluta
kenningarinnar, sem lét arfgengi gagnlegra eiginleika vera or-
sök til fullkomnunar dýranna og til myndunar nýrra og hent-
ugri líffœra. Hann bendir á þýzlca dýrafrœðinginn Weisrnann
sem þann, er hættulegastr liafi orðið þeirri kenning.
því næst víkr hann rœðu sinni að hinum enn ákafari árás-
um Neo-vitalistanna, einkum þess þeirra, er Driesch heitir.
Hann hefir komið fram með þá staöhœfing:,,Darwins lcenning-
in er elckert annað' en skínandi tál, sem auðtrúa menn hafa
orðið hugfangnir af“. þessu vængjaöa orði gefr Dubois-ltey-
mond ekki beinlínis samþykki sitt, en fer með þennan dórn, sem
sópar burt vísindalegri tilgátu, er drottnað hefir nú í þrjá tugi
i) Bericht iSg4, m. 32, bls. 638,