Sameiningin - 01.12.1895, Síða 11
—155
hræðilega stúrt atriSi í mannlífinu er böl og kvöl, neyð og sorg,
svo stórt atriði, að hin jaröneska gleöin er ekki nema eins og
ofr-litlir hvarflandi sólskinsblettir, eða eins og eyjar, sem standa
upp úr hafinu. Og oft má maðr til með að hætta við lofsönginn
sinn yfir llfinu í miðju kafi. því allt í einu, áðr en maðr veit
nokkuð af, óma sorgarraddir í eyrum inanns, ef ekki frá djúpi
manns eigin sálar, þá samt frá óteljandi sársaukans mönnum
nær og fjær í öllum áttum tilverunnar, — sorgarraddir,
sem koma með sama hoðskapinn eins og hið alkunna viðkvæði
úr hinum gömlu islenzku vikivaka-ljóðum : „Mínar eru sorg-
irnar þungar sem blý “, ellegar þetta enn þá ininnisstceðara frá
Páli postula : „því vér vitum, að öll skepnan til samans stynr og
liefir fœðingarhríðir allt til þessa“ (Róm.8,22). þér hafið, margir
yðar, margoft stunið þungan út af mótlæti því, sem lagzt hefir
yfir yðr í lífinu. Og sumir st}7nja vafalaust út af einhverju
huldu böli, sem enginn sér nema hinn eini. Og þér hafið marg-
oft átt kost á að héyra mótlætis- og neyðar-stunurnar frá sorg-
arinnar börnum, sem hafa orðið yðr samferða í lífinu. En
þyngstu og sárustu stunurnar, sem til eru, fara yfir höfuð að
tala frain hjá' möniium. það eru stunur þær, sem koma frá
hinni bundnu guðs mynd í mannssálunum í fangelsi syndar-
innar. Mennirnir margir, sem eiga þá guðs mynd, heyra ekki
einu sinni sjálfir þær stunur, andvörp sinnar eigin fjötruðu guðs
myndar. ])eir ganga með hjarta sitt forhert í syndinni og vita
ekki af því, hvað guðs mynd'n sjálfra þeirra tekr út. En hugsið
nú til drottins Jesú, þegar hann kemr prédikandi fram fyrir
inannheiminn. Ut yfir allt hið mikla úthaf mannlífsbölsins
liorfði hann á þeirri stund. Og hann sá óteljandi menn nær og
f ær vera stadda þar í hafsnauð. Og hann heyrði allar stun-
urnar mannssilnanna, sem voru þar í voðanum, líka þeirra, sem
ekkert vissu af þvi, að þeir væri í hættu, og þess vegna ekki
sjálfír hej^rðu stunur sinnar eigin guðs m^mdar. Sjón haus var
svo fullkomin og eyra iians var svo næmt fyrir þá sök, að andi
drottins, hinn heilagi guðs andi, var yfir honum, eins og svo
skýrt er tekið fram í upphafi textans, sem hann tók sér úr spá-
dómsbók Esajasar og heimfœrði bókstaflega í hverjn einasta at-
riði upp á sj ílfan sig. Og þegar þér hugsið enn þá frekar út í þenn-
an sama texta, þá haldið því föstu, að það bárust til eyrna frelsar-