Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 15
—143—
boSnir og búnir til þess að leggja nokkuð í sölurnár tyrir út-
breiðslu þess meðaL þeirra, er að miklu eða öllu leyti eru án þess.
Umhugsanin urn þá miklu blessan, sem til vor allra er komin með
reformazíóninni, á að knýja oss sem söfnuð og einstaklinga til
þess eftir mætti að styðja kristniboðið í heirninum, fyrst og
fremst meðal vors eigin fólks, á liinum ýmsu stöðum hér í landi
í dreiting frumbýlingsskaparins, að því leyti, sem það ekki hefir
mátt til að hjálpa sér sjált't í þeim efnum, og þar næst einnig
meðal annars fólks, sem vér teljum oss óskyldara. Kirkjan
vor lúterska er kölluð til að vera kristileg missíónarkirkja,
kirkja, sem ekki að eins lætr Ljós sitt, hið guðlega frelsisljós
Jerú Krists, skína í augu þeirra, sem þegar eru í henni, heldr
líka styðr trúlega að því með orði og verki, að það ljós breiðist
víðar út og kirkjan jafnframt fœri stöðugt út takmörk sín. Á
það minnir líka textinn minn átakanlega með hinni stórkost-
íegu sögu um jarðskjálfta-undrið í Filippí, því sú saga er einn
ógleymanlegr kapítuli úr kristniboðssögu Páls postula. Sá
söfnuðr og sú kirkja, sem ekkert hugsar um fólkið fyrir utan
sig, ekkert vill leggja í sölurnar til þess að breiða kristindóms-
ljósið út, er í stórri hættu fyrir þvd að gjöra sjálfa sig aö fang-
elsi, sem þá og þegar getr orðið sorglega líkt fangelsinu í
Filippí. það þarf að koma jarðskjálfti frá drottni, sem lætr
öll slík fangelsi hristast, svo dyrnar opnist, eigingirnisfjötrarnir
detti af öllum, og Ijósið, sem þar hetir verið inni byrgt, streymi
út í heiminn fyrir utan.
Missíónarferð.
Eins og mörgum lesendum „Sam.“ mun vera kunnugt fór síSasta kirkjuþing
þess ú leit viS mig, að eg fyrir hönd kirkjufélagsins fœri missíónarferð í haust um
hin ymsu prestlausu byggðarlög íslendinga. Lagði eg á stað í ferð þessa að heim-
an frá mér ð. Október, seinna en ætlað var sökum óhentugra Uringumstœðna
manna, og vsr ferðinni heitið fyrst til Grunnavatnsnýlendu og Álftavatnsnýlendu í
Manitoba, þaðan til íslendinga við svo kölluð Narrou/s, |>ar sem Manitoba-vatn
dregst mest saman, þaðati vestr yfir vatnið og strandlengis suðr með því til IsTend-
inga, sem búa meðfram vatninu vestanverðu, og svo til íslendinga í Calgary og ný-
lendunnar í Alberta-héraði, 7O — 80 mílur þar fyrir norðan. En eftir tæpa viku-
dvöl í G runnavatnsr og Álptavatns-nýlendunum varð eg, mér nauðugt, að hverfa
heim aftr, sökum veikinda á heimili mtnu. En væntanlega legg eg á stað seinna,
ef guð lofar, og bœti þá að 'nokkru leyti úr því, sem fórst fyrir í þetta skiftið.
Frá Winnipeg komst eg ekki fyr en 8. Október, vegna þess hve póstferðir eru
strjálar út til byggðanna norðr frá. Fjórar guðsþjónustur hafði eg'. með fólki í
byggðum þeim. sem eg kom til: tvær í samkomuhúsi Álftvetninga og tvær í Grunna-
vatnsnýlendunni, sína hvorum me. in við vatnið: ( Márkland-skólahúsinu að austan-
verðu við vatnið og Westfold-skólahús'nu að vestanverðu við það. Hin síðar nefuda
ljyggð liggr óhentuglega við til þess að hœgt sé að koma á samkomum á einum
stað, að minnsta kosti eins og nú stendr á meö mikla vatnsvöxtinn í Shoal Lake.
Eg sk'rði 12 börn: 10 í Grunnavatnsbyggð og 2 i Álftavatnsbyggðinni. I Álfta-
vatnsbyjgð vígði eg líka grafreit byggðarinnar á eftir síðari guðspjómistunni.
Viðtökur fékk eg hinar beztu og fegnir vildu menn grciða úr ferðum mínum,