Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 10
—138—
nálega óendanleg trú á hindrvitni 02 ókristilesar mannasetn-
ingar, ímyndað verkaréttlæti og dýrlinga-tilbeiðsla, en nálega
engin liugmynd um guðs orð, nálega engin trú á endurlausnar-
verkið og friðþæginguna frelsarans. í þannig löguðu andrúms-
lofti var allt það fólk upp alið. Hví skyldi ekki allr þorri
fanganna, þegar þeir voru svo óvænt sloppnir út úr myrkva-
stofum borgarinnar, koma nálcvæmlega eins fram og þeir
gjörðu? Nú var tœkifœri fengið til þess að ná sér niðri á mann-
félaginu, þegar borgin lá í rústum, hefna sín á lögunum og
stjórnarvaldinu fyrir það, að frelsið hafði verið frá þeim tekið.
Ekkert var nú til að halda ranglætismanninum í þeim aftr.
Hefði þeir, áðr en fangelsi þeirra opnuðust, verið búnir að
læra að þekkja frelsara sinn, þá myndi framkoma þeirra eftir að
þeir komu út hafa orðið allt önnur en reynd varð á. Ef þeir
hefði heyrt einhvern þar inni í fangelsinu hjá sér biðja og lof-
syngja guði eins og þeir Páll og Sílas gjörðu í fangelsinu í
Filippí í áheyrn sinna sambandingja, þá iná telja alveg víst, að
lijörtu þeirra flestra hefði orðið svo guðlega snortin, að þeir
hefði á lausnarstundinni gengið út til að líkna og bjarga í stað-
inn fyrir að ræna og fremja önnur hræðiieg glœpaverk. — Svo
mikið getr það þýtt ávallt og alls staðar, að ijósi kristnu trúar-
innar sé haldið að mannssálinni. Svona mikinn mismun
gjörir jiað fyrir velfarnan hins borgaralega mannfélags — í við-
bót við þá velfarnan, sem liggr í hinni persónulegu sáluhjálp—,
hvort kristindóminum, sönnum og ómenguðum biblíulegum
kristindómi, er haldið að almenningi, ellegar þessi sami almenn-
ingr er útilokaðr frá ljósi kristindómsins. Og þessi mikli munr
ætti þá meir en að duga til þess að sannfœra alla menn, einnig
þá, sein fvrir sjálfa sig þykjast upp úr því vaxnir að trúa eins
og kristnir menn. um það, að það er algjört lífsspursmál fyrir
lönd og lýði, að sönnum kristindómi sé haldið á lofti í öllum
áttum mannfélagsins, og þess vegna þá ]ika, að sú stofnan, sem
boðskapr kristindómsins út gengr frá, kristinn söfrmðr, kristi-
leg kirkja með hreinni og óafbakaðri trúarjátning, sé hvervetna
til í mannfélaginu, að jafnt og stöðugt sé kristilegu trúb >ði
haldið áfram í sama anda eins og þeim, er var lífið og sálin í
kristniboði þeirra Páls postula og Sílasar frammi fyrir sam-
bandingjum þeirra í fangelsinu í Filippí og hvar annars staðar,