Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 5
—133—
betr hinu andlega alvæpni, sem hann liefir fengið kristni sinni.
0g svo skyldi þá enn fremr út af sömu endrminningunni sálir
kristinna manna fyllast sigrihrósanda fögnuði út af því, að eiga
það fyrir höndum innan skamtns, þá er trúarbaráttunni jarð-
nesku væri lokið, að verða með í hópi allra lieilagra á himnum,
verða hrifnir burt úr mótlætismyrki i þessa lífsupp í himin guðs
og skína þar um eilífa tíð eins og bjartar og blikandi stjörnur.
Eg sleppi því nú í augnabliki, að þá er tímar liðu fram, fœrðist
villumyrkr hjátrúarinnar yfir helgi allra heilagra messunnar, að
hún var brátt syndsamlega misbrúkuð, varð með tbnanum að
heiðinglegri dýrlingadýrkan, sem að miklu eða öllu leyti
byrgði fyrir hið alskæra sannleiksljós kristnu trúarinnar. .Eg
hugsa að eins um daginn samkvæmt trúarhugsan þeirri, er upp-
haflega var sett í samband við hann. Og þá segi eg hiklaust:
Sú hugsan var í mesta máta göfug, og samkvæmt henni hlýtr
dagrinn ávallt að standa fyrir trúarmeðvitund kristinnar kirkju
eins og dagr angrblíðra endrminninga.—Allra heilagra messan
er æfinlega 1. dagr Nóvembermánaðar. þegar ’nin lúterska
trúarbót náði sér niðri í hinum kristna heimi, var hinum kaþ-
ólsku messudögum störurn fækkað, og þegar enn lengra leið
fram, voru þeir í hinum lútersku löndum flestallir algjörlega
afteknir sem helgidagar. Af helgidögum þcim frá kaþólskri tíð,
sem ekki beinlínis voru knýttir við æflsögu frelsaran.s sjálfs, er
nú fyrir æfalöngu í þeim hluta kiústninnar, sem vér teljum oss
til og sögulega tilheyrum, að eins einn eftir,—allra heilagra
messan. Og þó að eins í þeim árum í fullu gildi hjá oss, þegar
1. Nóvember ber upp á sunnudag, eins og nú í ár. Hún er þá
sami kirkjulegi helgidagrinn eins og forðum. í öllum öðrum
árum er dagrinn í vorri kirkju eins og hver annar rúmhelgr
dagr, en jafnframt er ætlazt til, að hinum sérstöku guðrœknis-
hugsunum, sem upphaflega gjörðu daginn að helgidegi, sé við
hinai opinbcru gutsþjónustur safnaðanna haldið á lofti næsta
sunnudag á ettir, með því að hinir gömlu biblíutextar, er endr
fyrir löngu voru ákveðnir fyrir allra heilagra messuna.pistillinn
og guðspjallið, eru fluttir inn á þann drottinsdag, hver sem
hann er í röðinni meðal sunnudaganna eftir trínitatis. í ár
jrarf ekki til neins þvílíks flutnings að korna, fyrir þá sök, að 1.
Nóvember ber upp á sunnudag, svo allra heilagra messan heldr