Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 3
131— voða þeirrar tegundar, sem þar hefir komið lyrir síðan landið byggðist, hið seinasta ái'ali, sem hörmunga-registr þess rauna- iands hefir nú frá að segja. Og það er fullkomlega sannfqering mín. að miklu meira hafi af mörgutn Vestr-íslendingum verið hugsað urn þennan atburð, sem komið hefir fyrir á hinni fjar- lægu ey norðaustr í höfum heldr en jafnvel stóratburðina, sem hafa verið að gjörast á þeirra eigin stöðvum mitt uppi í þjóðlífi þessa lands beggja megin „línunnar", bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Meðal bvœðra vorra Bandaríkja-megin línunnar eru stór og þýðingarmikil allsherjar spursmál um þessar mundir uppi á teningnum, spursmál, sem varða velferð almennings í stundlegum efnum um svo og svo langan ókominn tíma, spurs- mál, sem standa í nánu og óaðskiijanlegu sambandi við forseta- kosninguna, er einmitt í þessari viku á þar fram að fara. En þó að mikið hafi verið hugsað og talað í síðustu tíð um þau mál einnig af íslendingum, þeim, er þar eiga heima, þá er eg alveg viss um, að enn þá miklu meira hefiraf löndutn vorum þar verið hugsað um hinn fjarlæga hryggðaratburð úti á Islandi. Og sannarlega hefir ekki síðr verið utn hann hugsað af íslendingum hér í Canada. Eg hygg, að vér höfum velfiestir um hann hugsað og hugsum um hann nú ekki eins og fjarlægan, heldr nálægan atburð. Eg tel vafalaust, að ísland hafi út af atburðinum flutzt oss öllunt miklu nær en áðr, svo nálægt, að hafsdjúpið, sem í náttúrunni liggr á milli þess og þessnrar heimsálfu, só í huga vorum svo gott sem hortíð, og vegalengdin á landi milli hafsins og hyggistöðva vorra hér líka svo gott sem orðin að engu, og líka allt annað, sem eðlilega vill mynda aðskilnað milli vor og Islands, hór um bil hortið. Vér höfum aldrei eins vel vitað af því eins og nú, að vér, hvar sem vér erum niðr komnir, erum óaðskiljattlegir partar af íslandi.því þessir dreifðu partar af hinni litlu íslenzku þjóð iinna nú svo greinilega til með hinum sorg- lega mörgu, sem bágt eiga þar heima út af þessu voða-áfalli, og gjörvöllum landslýðnum þar, eins og lifandi litnum á stnum eigin líkama. Út af þessari tilfinning er vesalings ísland eins og komið hingað til vor eða vér heim til íslands. Og þegar vér hugsum um söguatvikið, hinn œgilega náttúruviðburð, setn hefir komið þessu til leiðar, þá er svo eðlilegt sem mest má verða, að þau orð ritniogarinnar, sem eg las upp eins og rninu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.