Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 12
—140 aö þeir geta haldiö sór einbeittum og óhræddum andspænis ná- lega öllu því í náttúrunni, sem almennt þykir hræðilegt ; eð’a þeir geta að minnsta ko3ti talað léttilega, eða jafnvel léttúðar- lega, um það flest. En fyrir jarðskjálfta, þegar hann kemr fram í sínum algleymingi, hljóta allir að bera hina dýpstu lotning. Um þann voða atburð þorir enginn að tala lóttúðarfullt, að minnsta kosti enginn, sem einhvern tíma á æfinni hefir komið þeim voða nærri, sjálfr persónulega fundið jörðina dúa undir fótum sér. Allir n.eð fullu viti eru dauðhræddir við jarðskjálfta. Og það er meir en von að svo sé. því þegar jarðskjálfti kemr fyrir, er vanalega ekkert undanfreri. Undan flestöllum hættum öðrum tekst mönnum oft að flýja. En undan jarðskjálfta er ómögulegt að vita, hvert flýja skal. Hvert sem flúið er, þegar hann er á ferðinni, þá er það eins og út í opinn dauðann. Og þótt sá náttúruatburðr vitanlega komi miklu fremr fyrir á sum- um stöðum jarðarinnar en öðrum, þó það megi áreiðanlega benda á sum lönd eða landsparta, þar sem fremr öörutn má segja að hann eigi heima, þá er enginn sá blettr jarðarinnar til, að jarðskjálfti ekki geti komið þar fyrir. A hinuni nú verandi byggistöðvum vorum hér í miðri Norðr-Ameríku bera menn víst yfir höfuð mjög Htinn eða ef til vill allsendis engan kvíð- boga fyrír jarðskjálftum. En i Mississippi-dalnum hér beint suðr af oss í Bandaríkjunum hristist þó landið á stóru svæði stórkostlega í marga mánuði á árunnm 1811 og 1812. Jarö- skjálftinn er eins og dauðinn, að því leyti, að hvcrgi er til sá blettr á jörðu, þar sem maðr getr veriö óhultr fyrir honum. Og þess vegna líka sjálfsagt að hræðast hann eins og sjálfan dauðann. En þá vil eg líka minna yðr alla á nokkuð í andans heimi, eitt andlegt afl í mannkynssögunni, sem að sínu leyti er fullt eins stórkostlegt fyrir líf manna eins og jarðskjálftinn meðal náttúruatburðanna. Eg er að nokkru leyti búinn að gjöra það hér á undan. En eg þarf aö gjöra það enn þá frekar. það er náðarkraftr kristinnar trúar, hið ahnáttuga afl, sem liggr í orðinu um hinn krossfesta og upprisna mannkynsfrels- ara, drottin vorn Jesúm Krist. Og eg hefi sérstaka ástœðu til að minna á það einmitt nú, á þessum sérstaka helgidegi ársins, fyrir þá scik, að reformazíónin, hin göfuga og gleðilega lúterska trúarbót, stendr í nánu sambandi við þennan dag. Með tilhti

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.