Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 4
—20— og hinriar liSnu fcíðar, að því leyfci, sem Messías kemr þar frarn eins og um hann hafði spáð veiið af spámönnum gainla testa- mentisins. Markús rifcar guðspjall sitt fyrir Rdmverja, sam- fcíðarinenn s'na. það er guðspjall hinnar yfirstandandi t'ðar— frá sjónarmiði höfundarins. Lúkas ritar guðspjall sifcfc fyrir Grikki og hina ókomnu t'ð. í guðspjalli Jóhannesar er persóna Jesú Krists sýnd í hennar guðmannlegu dýrð; — það er guð- spjallið fyrir eilífðina; og í Kristi rennr þar allfc saman í eitt: Jiðni t'rninn, hinn yfirstandandi t’mi, ókomni tíminn og eilífðin. Gjörðabók postulanna er saga um íœðing og fyrstu fram- rás kristinnar kirkju. það er elzta og ágætasfca kirkjusagan, sem fœrð heíir verið í letr-. því næst koma hin dýrmætu bréf —pistlarnir—eftir hina miklu postula, tuttugu og eitt að tölu, hvert um sig með sínu sérstaka marki á sér eftir hinu mismun- anda innihaldi þeirra. Hin tvö bréf Páls til Tessaloníkumanna hafa aðallega fyrir umtalsefni endrkomu Krists, sem kristið fólk á þeirri tíð bjóst svo bráðlega við. Aðalefnið í fyrra bréf- inu tií Korinþumanna er hin kristilega eining andans í trú, tilbeiðslu og 1 ífi. í síðara Korinþubréfinu heldr postulinn uppi vörn fyrir sjálfum sér, hinni postullegu framkomu sinni. Bréfið til Galata boðar frelsi kristinna manna, sem aldrei má slterða. í Rómverjabréfinu er auk fleiri annarra lærdóma flutt kenn- ingin um réttlætinguna af trúnni. Bréfið til Filippímanna sýnir oss dýrð kærleikans og þann fögnuð trúarinnar, sem hrósar frægum sigri, þá er útlitið er svo skuggalegt sem verða má. Brétið til Kólossamanna sýnir einkum Krist sem allt í öllu. Bréfið til Efesusmanna er pistill uppstigningarinnar, pistill hinna „himnesku efna“, pistillinn um Krist að því leyti, sem hann lifir í hinni sönnu, eilífu, almennu kirkju. Bréfið til Fílemons er fyrsta frelsisskrá þrælanna. Fyrra brétið til Tímóte- usar og bréfið tiíTítusar eru, samantekin í eitt, bezta handbókin fyrir presta, sem fcil er. I síðara bréfinu til Timóteusar kemr postulinn með hinar hlýju ráðleggingar sínar þessum ástfólgna lærisveini s'num fcil banda; en jafnframfc sést þar svo dýrðlega, hve fullkominn er sigr kristinnar trúar hjá manni, sem einmana og af öllum yfirgefinn býsfc við píslarvættisdauða þá og þá. Hið atlmikla og afar merkilega bréf til Hebrea, sem enginn veifc með Vjssu hver hetir ritað, sýnir Krist sem endimark og uppfyllin^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.