Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 3
í>að, sem mest er og bezt í bókmenntum heimsins. (Niðrlag.) þegar Dean Stanley beimsótti Heinrieh v. Ewald, lá nýj a testamentið gríska í smáútgáfu einni á borðinu. það féll ú gólfið og Ewald tók þaö upp. En um leið og hann lagði það aftr á borðið,komst hann við og sagði í reglulegum guðmóði: „I þessari litlu bók er fólginn bezti vísdómr heimsins." Hafði hann ekki rótt að mæla? Tökum hin fimm helgirit Confucíusar, „Veda“- bœkrnar, „Tripitaka“, allt safn „hinna helgu bóka austrlanda“, „samtöl“ Platons, „siðfrœði“ Aristotelesar, siðfrœðisritgjörðir Síserós, „handbók“ Epiktetusar, bréf Seneku, „hugleiðingar" Markúsar Árelíusar, kóran Múhameðs—öll ágætustu blóm siða- lærdómsins heiðna; og snúum oss svo að bókmenntum kristn- innar, og tínuin saman allar göfugar hugsanir, sem vér finnum hjá kirkjufeðrunum, skólaspekingunum á miðöldunum, dul- spekingunum, í ritinu eftir Kempis „Krists eftirbreytni“, hjá Tauler og Bunyan og fleirum og tleirum. Og þar sem vér í öllum heiðnum ritum og sumum hinna kristnu munum finna sitthvað ófullkomið og sumt jafnvel skaðlegt, þá er óhætt að fullyrða, að hvorki í ritunum frá tíðinni fyrir Krist nó þeim frá tiðinni eftir Krist sé nein sú siðgœðishvöt eða sannleiks- meginregla fyrir 1 fið tekin fram—að eg nú ekki nefni dýrstu sannindi trúarinnar—, að ekki megi fœra fyrir þeim kenning- um dýpri ástœður og kröftugri rökstuðning með því, sem ritað stendr í nýja testamentinu einu, ekki stœrri bók en það þó er. Hugsum um þetta, og bœtum svo við það þeim eiginlegleika nýja testamentisins, að það á jafnt við allt fólk, ungt og gamalt, á hvaða menntunarstigi sem það stendr, og í hvaða kjörum sem það er, á öllum öldum, í hvaða landi eða loftslagi sem vera skal og hverjum þjóðflokki sem það til heyrir. Og myndi svo ekki þetta, auk alls annars, sem enn mætti taka fram, ómótmælilega sýna og sanna, að þetta helga ritsafn á sæti efst í bókmenntum heimsins og hefir þann hugsunarstyrk í sór, sem enginn annar rithöfundr getr keppt við? — — ------Og svo að ending örstutt yfirlit yfir rit hins nýja sáttmála í hinni eðlilegu röð þeirra. Matteusar guðspjall er guðspjall hins g.yðing-kristna rnanus

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.