Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 14
—30— Íandnámsmaðrinn í hinni víðlendu og bldmlegu íslendinga- byggð út frá Pembinafjöllum í Norðr-Dakota. Meðal annars hafði hann rétt á undan fundarhöldum þeim, sem að framan er getið, gefið hinni nýju kirkju sinui ágæta klukku, sem kostaði 100 dollara eða vel það. En að því, er snertir hina kirkjuna, þá í Pétrssöfnuði, þá á hún fremr öllum öðrum tilveru sína að þakka hr. Guðmundi Eiríkssyni, fyrrum bönda að Helluvaði við Ytri Rangá í Rangárvaliasýslu á íslandi. j)að varð meðal safnaðarmanna ágreiningr nokkur í fyrra um það, hvar kirkjan þeirra skyldi standa. En þá bauðst þessi rnaðr ótilkvaddr til að leggja til kirkjustœði á landi sínu og koma svo ltirkjunni upp sjálfr að öllu leyti með hjálp þeirri, sem hann fengi frá söfnuðinum, hvort sem hún yrði meiri eða minni. Og við þetta tilboð sitt hefir hann mjög drengilega staðið. Kirkjan, sein hann með hjálp velviljaðra manna í söfnuðinum hefir lát'ð reisa, er fagrt minnismerki um göfuglyndi Guðmundar og konu hans. Agreiningrinn út af kirkjubygging þessari, sem þegar var á drepið, varð að vísu orsök til þess, að nokkrir menn gengu úr söfnuðinum, en eftir að kirkjan nú er komin svo myndarlega upp, er vonanda, að aftr verði bráðlega fullkomin sameining í kirkjumálum þar í byggðinni. Væntanlega birtist seinna í blaði þessu nákvæm lýsing á hvorritveggja þessara nýju kirkna. Og komið hefir til orða, að „Sameiningin'1 áðr en langt líðr kœmi ineð myndir af þeim báðum. --.------------------- Frá Minnesota. Eftir sóra Björn B. Jðnsson. Eins og til stóð var í sambandi við reformazíónardaginn, 31. Okt. síðastl., missíónar-starfsemin rœdd í söfnuðum þessa prestakalls. Aðalsamkoman fór fram í kirkjunni í Minneota og flutti við það tœkifœri dr. Wahlström, rektor lærða skólans í St. Peter, stór-inerkilegan fyrirlestr um siðabótina. Samskota var leitað til styrktar trúboði kirkjufélagsins, og námu þau að upphæð tíu doll. Um miðjan Nóvember fór fram trúarsamtalsfundr í St. Pálssöfnuði. Yoru þar, auk annarra, fulltrúar allra safnaða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.