Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 10
—26— saman við hana að sælda, þótt henni kunni aö vera ábótavant í mörgu. Ef einhverjum finnst hann eiga kirkjunni sinni fátt upp að unna, gjörir hann réttara í að spyrja sjálfan sig, hvort honum sé ekki sjáifum um að kenna, ef það er svo. Og hann myndi hafa mjög gott af að fara að hugsa um, hvernig hann ætti hér eftir að fara að, svo hann fengi komizt að raun um gagnsemi þess að eiga heima í þessari kirkju. I hverju er þá þýðing kirkjufélagsins fólgin fyrir hinn ein- staka mann? Að hverju leyti er það gagnlegt fyrir einstak- linginn að heyra kirkjunni til? 1. Vér nefnum þá fyrst þetta : Kirkjufélaginu hefir verið gefinn máttrinn til að veita andlegu lífi einstaklingsins nœring og leiðbeining, svo það fái haldizt við og þroskazt; þar að auk máttrinn til að styrkja það og verma og gjöra það sem innileg- ast. Hér mætti minna á gömlu, alþekktu líkinguna um kolið, sem hrennr eitt sér, og kolin, sem brenna rnörg saman. þegar eitt kol liggr út af fyrir sig, veitir því örðugt að láta eldinn sinn lifa. En þegar það kemr saman við önnur fieiri, verðr hitinn miklu stcrkari. ])annig er því varið með kirkjufélagið og ein- staklinginn. Hvernig svo sem ástatt er fyrir oss í andlegu til- liti, höfum vér allir þörf á þessari hjálp. Hið andlega líf er ekki fullþroskað hjá neinum um leið og trúarlífið byrjar. þvert á móti. Trúarlífið er eins og bkaminn, sem stöðugt breytist frá fœðingunni. Minnumst þess, sem postulinn segir um sjálfan sig í þessu tilliti : „Ekki að eg hafi þegar nað hnossinu eðr sé bú- inn að cnda skeiðið, lieldr keppist eg eftir að höndla það, með því eg er höndlaðr af Kristi.“ Félagið er fyrir einstaklinginn það, sem stofn trésins er fyrir greinina. Frá honum dregr greinin nœring til vaxtar síns. Guð hefir sjálfr fengið kirkjunni þctta ætlurarverk gagn- vart börnum stnum. Vér vitum, að guð veitir ekki trúuðum mönnum aUt, sem þeir þurfa fyrir hið andlega líf sitt, beinlínis fyrir heilagan anda. Hann gefr oss einnig marga hluti óbein- línis. Hann notar verkfœri, milligöngumenn, og lætr þá fœra hverjum trúuðum einstaklingi hinar andlegu gjalir. þvílíkt verkfœri er kirkjan. Hún er ráðsmaðr j fir gjöfum drottins, sem hún á að veita hinum trúuðu. Kirkjan er oft kölluð tnóðir vor, og vér börnin hennar. þessi líking getr gjört oss það Ijóst,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.