Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 11
á hvern hátt kirkjan hjálpar einstaklingnnm. Móðirin sér um að börnin fái bæði fœðu og uppeldi. I andlegum efnum megum vér án hvorugs vera og kirkjufélagið lætr oss það í té. Vér höfum þegar bent á þá starfsemi kirkjunnar, sem felst i því, að hún útbýtir náðarmeðulunum. Fyrir heilbrigðan vöxt °g viðgang vors andlega lífs hefir það hina mestu þýðing, að vér fœrum oss þessa starfsemi hennar í nyt, að oss sé þar að finna sem náðarmeðulin eru boðin fram, Sérstaka áherzlu leggjum vér á safnaðarguðsþjúnustuna í kirkjunum í þessu sambandi. Sá, sem með kærleik og opnu hjarta tekr þátt í safnaðarguðs- þjónustunni, mun fljótt komast að raun um, hvílíka þýðing hún hefir fyrir hann. Auðlegð guðs húss er oss þar boðin í ríkum mæli. Safnaðarguðsþjónustan verðr að vera þungamiðjan fyrir hin lifandi börn kirkjunnar. þaðan vill drottinn lóta blessan sína fljóta út yfir söfnuðinn ríkulega. því þar lætr drottinn öll náðarmeðul sín verka í sameining eins ogá einum brennipunkti til uppbyggingar þeim, sem trúa, Safnaðarguðsþjónustan á samkvæmt vilja diottins að vera hið sama fyrir oss og hjartað fyrir mannlegan líkama. þaðan streymir blóðið til allra lim- anna á líkamanum. Einkum hefir kvöldmáltíðarsakramentið þýðingarmikið ætlunarverk. Vér viturn, að blessun sú, sem til vor flýtr frá kvöldmáltlðarborðinu, styrkir samfélag vort við guð og eflir samfélagið meðal vor innbyrðis. Hvernigfær þá nokkur um það kvartað,að hann liafi lítið eða ekkert gagn af kirkjunni sinni, ef hann vanrcekir þá hjálp til að ná staðfestu og styrkleik, sem kirkjan vill láta honum í té? (Meira.) f ritgjörðinni eftir Farrar,, það,sem mest er og bezt í bókmennt- um heimsins“—þeim paitinum, sem prentaðr er í síðasta Vfiaði „Sam.“—er ininnzt á kenning Platons, heimspekingsins gríska, um þrískifting mannlegs eðlis: manninn, Ijónið og hina marg- höfðuðu ófreskju. Og er þar í fám orðum gjörð grein fyrir því, hvað hvert t'yrir sig hinna þriggja atriða í líkingarmáli þessu á að tákna. Uin Ijóniff er sagt, að það tákni ástriður reiðinnar og yfirlætisins, sem endilega verði að temja svo, að þær geti notazt í þjónustu þe«s, sem gott er, en ekki svo, að þær sé gjörðar að engu. Við þetta er fróðlegt að bera saman það, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.