Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1898, Blaðsíða 8
24 - ancllega lífssameining meðal kristinna manna, Og sú sameining verðr að koma í ijós. Trúaðr maðr leitar því eftir vinum. Ofr- lítill vinaíiokkr, brœðrahópr, getr þannig myndazt. Og slik smáfélög geta haft fullkomna lieimild. Ofr-lítill þvílíkr brœðra- hópr getr oröið til mikillar blessunar, mikils fagnaðar og trúar- styrkingar. En nú spyrjum vér: Getr þessi smáhópr veittallt, sem trú- arlífið þráir? Er þessi smáhópr fœr um að leysa af hendi öll þau ætlunarverk, sem drottinn hefir fengið kristnum mönnum í heiminum? Hefir ekki guð líka stœrri fyrirætlanir handa trú- uðum mönnum hér á jörðu? Vissulega. Og hér birtist oss þá kirkjan, kirkjufélagið, sem verlcfœrið í guðs hendi til að framkvæma hin miklu ætlun- arverk, sem guð hefir fyrirhugað trúuðum börnum sínum, gagn- vart heiminum, sem enn þá eigi þekkir guð, og gagnvart trúuð- um einstaklingum. En nú kemr cfinn. þegar misfellurnar og ágallarnir í fari kirkjufélagsins gæg.jast fram, þegar allir brestir þess og ófull- komleikar koma í ijós, þá fer maðr að efast um þýðing félags- lífsins, af því maðr fer að efast um, að svo ófullkomið félag sé fœrt um að leysa af hendi svo mikil ætlunarverk, og óttast fyrir, að ætlunarverkin sé hœfileikum þess og kröftum ofvaxin. Að sönnu vitum vér allir. að þessi sýnilega kirkja eða þessi ýmsu jarðnesku kirkjufélög geta aldrei verið né orðið annað en ófullkomin að öllu leyti. Vér vitum, að söfnuðr guðs á jörðinni er ekki skrýddr brúðkaupsklæðum, hvorki að einu né neinu leyti; heldr gengr hann þvert á móti í sorgarbúningi meðan hann dvelr á jörðu. En þegar vér sjáum, hve mikinn tálma hin ytri skilyrði og ldutföll kirkjufélagsins geta lagt á leið þess, þar sem Jaið er að reka erindi sitt í þjónustu drottins, þá er hœgt að skilja það, að til eru þeir, sem vakna láta hjá sér vantraust til þessa kirkjufélags. Og þá getr þessi spurning virzt hafa mikið til síns máls. Er svo ófullkomin kirkja fœr um a.ð vera það, sem hún samkvæmt tilgangi drottins á að vera? Og getr það haft nokkra þýöing fyrir hvern trúaðan einstakling að vera henni tengdr? Vér segjum, að þvílík spurning gæti virzt hafa nokkurn rétt á sér. En þá hlyti líka herra kirkjunnar, að hafa gefið oss

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.