Sameiningin - 01.09.1899, Qupperneq 13
iog
enn er sveitarprýði, var kirkjan. Strax um nóttfna veitti ég
því eftirtekt, að hún var meS myndarlegri kirkjum á íslandi,
enda hafði ég heyrt það í æsku. Ég sá þegar, að yfir kirkju-
dyrum var einhver yfirskrift, sem, þó það sé alment erlendis,
mun heldur fátítt á íslandi. Venjulaga er það nafn kirkjunn-
ar, sem þannig er skráð, t. d. þrenningar-kirkja, Sánkti-Páls-
kirkja, o. s. frv.—Ég þóttist vita, að þessi forna klaustur-
kirkja mundi þannig neínd eða helguð einhverjum postulanna
eða dýrðling, J?ó ég hefði ekki heyrt þess getið, eða að þar
stæði einhver ritningargrein eða sálmstef úr sálmum Hallgr.
Péturssonar. En það brást. Letrið yfir kirkjudyrunum tákn-
aði ekkert slíkt, heldur stóð þar nafnið: þorsteinn Daníel-
sen. það minnir heldur lítið á frelsarann, kristilega trúar-
játning, hugsjón kristinna manna, eða eitthvað annað
kirkjulegt og kristilegt, þetta nafn hins mikla atorkumanns.
það má víst leita langt utan íslands eftir annari eins kirkju-
yfirskrift sem þessari. Mér dylst ekki hvernig á þessu stend-
ur, og fjarri sé það mér að gera lítið úr manninum, sem nafn-
ið bar. Ég tel hann ,,dýrðling“ í öðrum skilningi; þykir bein-
línis vænt um hann, þó ég sæi hann aldrei né heyrði. En
önnur eins smekkleysa og þetta er blátt áfram skopleg, og op-
inberar óevangeliskan hugsunarhátt,—er verri en vanafestan,
sem snýr kirkjuturninum á Akureyri upp í melinn, í stað þess
að láta hann, eins og gert mundi um allan hinn kristna heim
nema þar, snúa að firðinum og sveitinni. það má aldrei verða
neitt aðal atriði, að turn og kirkjudyr ,,snúi rétt“, eins og það
mun nefnt, en líða svo aftur að fjölda margt í kirkjulífinu,
innan kirkju og utan, snúi öfugt. það hefir jafnan reynst rétt,
sem annað orð drottins: að bókstafurinn deyðir, en andinn
lífgar.
Dvöl mín á Möðruvöllum hlaut að vera stutt, bæði vegna
burtfarar skipsins og þess, að séra Matthías hafði sagt mér,
að héraðsfundur Eyfirðinga ætti að haldast á Akureyri þá um
daginn um hádegisbil. þangað langaði mig til að koma, enda
hvatti hann mig til þess. það var sá fyrsti héraðsfundur, sem
ég átti kost á að sjá, og ég gat húist við að það yrði hinn síð-
asti. Ennfremur var dagurinn, 24. júní, bæði þingsetningar-