Sameiningin - 01.09.1899, Page 14
XIO
dagur kirkjuþingsins vestra í Winnipeg, sem ég var þá sér-
staklega að hugsa um, og sömuleiðis kristnitökudagur á alþingi
í fyrndinni, árið iooo. Raunar var ég ferðlúinn og svefnlítill,
en ég lét það ekki hamla för minni. Veður var heitt, einn
heitasti dagurinn, sem ég man eftir á íslandi. Engan farar-
tálma lagði náttúran þá fyrir menn. Raunar hömluðu veik-
indi sumum prestunum að sækja fundinn. Sex prestar úr
prófastsdæminu sóttu fundinn og eitthvað af fulltrúum, en
ekki varð hann lögmætur. Enginn nágrannaprestanna úr
þingeyjarsýslu sótti þangað, og ekki voru þar nema tveir eða
þrír utanfundarmenn. Fundurinn var ekki haldinn í kirkj-
unni, heldur í barnaskólahúsi bæjarins. Engin guðsþjónusta
var flutt, því sá prestur, sem falið hafði verið að prédika, kom
ekki, að sögn, fyrr en fundi var lokið, og var þó búsettur ekki
all-langt fra Akureyri. Ekki vissi ég til þess, að sunginn væri
sálmur eða bæn flutt. Augsýnilega var mönnum ósýnt um
fundarreglur, og var það sök sér. því miður náði hiti dagsins
ekki til fundarins. Fundarmálin voru, mér liggur við að segja,
veraldleg, snertu einungis hina ytri, gjaldalega hlið safnaðar-
lífsins, og ættu fremur heima á safnaðafundum en héraðs-
fundum: Laun organista, stækkun kirkjugarða, barnapróf,
skýrslur og skýrsluform, m. fl. Ekki var þar talað um trúmál,
ekki um hina innri hlið kirkjulífsins, ekki nm trúboð,
ekki um kirkjuleg rit, ekki um kristindómshorfur. Hið
eina mál, sem snerti þá hlið eða gat nálgast hana, var mál
um helgidagabrot. Nokkrir fundarmenn töluðu um það af á-
huga, að virtist, og mjög myndarlega. Samt varð nú niður-
staðan ekki önnur en sú, að prófastur skyldi skrifa hreppstjór-
um embættisbréf, og þannig minna menn á lögin. En það,
sem mér sárnaði mest, var, að þetta eina áhugamál, um helgi-
dagabrot, fiskiveiðar og skot á sunnudögum þar við fjörðinn,
deyr í höndum fundarins. Einn utanfundarmaður, og yfir-
vald, bað sér hljóðs og lýsti yfir því, að hin núverandi sunnu-
daga-löggjöf, sem friðaði allan sunnudaginn, væri að kenna
prestum, sem sátu á þingi þegar þau voru samþykt; hentug-
ast væri að fá lög, sem að eins friðuðu part dagsins. þeim
lögum hefði hann verið með, og mundi framfylgja.—Náttúr-