Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1899, Síða 5

Sameiningin - 01.11.1899, Síða 5
133 helgað honum hjarta yðar og trúað honum fyrir yðr bæði í blíðu og stríðu, bæði í lífi og dauða. En þetta er að eins partr af fagnaðarefni því, sem nú við samfundi vora eftir aðskilnaðinn ætti að vera uppi á teningn- um, að eins einn þáttr af hinni kristilegu samfundalexíu, sem texti vor kemr með og leggr oss upp í hendrnar. Fagnaðar- efnið er enn miklu, miklu víðtœkara. Textinn bendir miklu, miklu lengra. Ekki að eins aðkomumennirnir, sem þar er frá sagt, höfðu mikinn fagnaðarboðskap að flytja félögum sín- um og ástvinum, sem fyrir voru. Ekki að eins þeir gátu vitn- að um það, að hjörtu þeirra hefði brunnið út af því, sem fyrir þá hafði komið á ferð þeirra. Ekki að eins þeir höfðu sann- fœrzt um það, að meistarinn krossfesti var á lífi og hafði verið með þeim og talað við þá á veginum. þeir, sem fyrir voru, höfðu í fjarveru hinna orðið fyrir alveg sömu náðinni, haft nákvæmlega samskonar reynslu sér til fagnaðar og frelsun- ar. Frelsarinn hafði jafn-mikið verið að hugsa um lærisvein- ana, sem sátu heima, eins og um ferðamennina. Svo að þegar hinir síðar nefndu lærisveinar komu með sín nýju tíð- indi og sinn nýja fögnuð, þá gátu hinir, sem fyrir voru, heils- að upp á þá fagnandi og sigrihrósandi út af því, að Jesús hefði líka minnzt þeirra og sannfœrt þá um náðarnávist sína. ,,þeir fundu þá ellefu saman safnaða“ — segir textinn — ,,og þá, sem með þeim voru, sem sögðu: ,Drottinn er sannarlega upprisinn og hefir birzt Símoni'. “—Svona voru þeir sam- fundir. Svona heilsuðu hvorir upp á aðra. Svona mœttust vitnisburðir trúarinnar og fagnaðarkveðjurnar komandi úr ýmsum áttum. Og svona ætti vissulega vorir samfundir að vera. Svona ættum vér að geta heilsað hvorir upp á aðra. Og svona vona eg að heilsunum vorum sé í raun og veru varið. Að líkindum skortir marga hér í hópi safnaðarins þann styrk og þá djörfung trúarinnar, sem útheimtist til þess að geta lagt fram opinberlega eins hiklausan vitnisburð um ná- vist hins upprisna frelsara eins og kemr svo fagrlega fram í texta vorum hjá hvorumtveggja mönnunum, sem þar mœtt- ust og heilsuðust. Og vafalaust eruð þér allir fúsir til að játa

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.