Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1899, Side 6

Sameiningin - 01.11.1899, Side 6
134 veikleik trúar yðar. Og flestir fyrirverða sig líklega að láta nokkur stór orð til vitnisburðar um persónulega kristilega trú- arreynslu til sín heyra opinberlega frammi fyrir almenningi. Berandi kvíðboga fyrir því, að þeim verði í ókominni tíð ofvax- ið að standa við slík stór orð í lífi sínu. Hræddir um, að þeir út af slíkum orðum kunni að verða sér til minnkunar. Vit- andi, að mannshjartað er óstöðugt og tilfinningum þess í hina góðu og drottinlegu átt marg-oft alls ekki að treysta. Og eg tek þá auðmýktar-meðvitund í Jesú nafni góða og gilda. En engu að síðr hlýt eg líka í hans nafni að ganga út frá því eins og nokkru sjálfsögðu, að í sálum yðar allra, sem í einlægni viljið vera lærisveinar Jesú Krists, ómi undirrödd, sem vitnar um sannleik kristindómsins og meðal annars sérstaklega um það, að hann sjálfr, mannkynsfrelsarinn, sé á lífi; og ekki að eins á lífi í óendanlegri fjarlægð, einhversstaðar langt burtu hið efra út í himinblámanum, eða í hinni óaðgengilegu himn- esku dýrð, að sínu leyti eins og guðs börnin, sem hér hafa skilið við, þegar pílagrímsgöngu þessa lífs var lokið, — heldr líka sé hann hér á lífi og persónulega með öllum sínum læri- sveinum, styrkjandi þá, áminnandi, huggandi, gleðjandi, frels- andi, blessandi, nákvæmlega eins og hann var með lærisvein- um sínum til forna eftir upprisuna.bæði þegar þeir voru á ferð og þegar þeir héldu kyrru fyrir.þau brunnu — hjörtun í læri- sveinunum á Emmaus-göngunni—-áðr en þeim var orðið það ljóst, hver það var, sem slegizt hafði með þeim í ferðina og var að tala við þá, hrygga, kvíðandi og vonlausa, á veginum. Seinna þekktu þeir hann, og þá voru þeir ekki lengr í neinum vafa um það, að það var hann, og ekkert annað, sem var valdr að því, að hjörtu þeirra tóku að brenna. Hvað var sá bruni hjartnanna ? — hin sára, en sæluríka tilfinning í þeirra innra manni ? — hinn blessaði sársauki í brjósti þeirra ? ]pað var ekkert minna en hann sjálfr, úthellandi hinum milda, frelsanda kærleik sínum út yfir reynslu þeirra eigin lífs, hann sjálfr til þeirra kominn með blessan eilífs lífs út yfir og inn í raunirnar og sorgirnar þeirra, hann sjálfr rneð náðarnávist sinni látandi hið mesta böl verða að hinni mestu blessan, —

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.