Sameiningin - 01.11.1899, Side 7
hann sjálfr, hinn krossfesti og upprisni drottinn Jesús Kristr,
haldandi á þeim með öllu því, sem þeir áttu, í almáttugri
frelsarahendi.
Vinir mínir, brœör og systr í þessum söfnuöi ! Hafið þér
ekki aftr og aftr á liðinni æfitíð haft merki þess, að frelsarinn
var með yðr ? að ósýnilegr leiðtogi var með yðr, segjandi yðr
til vegar og sýnandi yðr, hvar lífsblessan yðar lá ? Og hafið
þér ekki meðal annars á þessum mánuðum, sem liðnir eru
síðan eg átti hér tal við yðr síðast, að minnsta kosti öðru
hverju kennt návistar hans ? Hefir daglega lífið yðar ekki
yðr vitanlega að einhverju leyti verið samtengt við hann,
snortið af anda hans persónulega, styrkt af orði hins eilífa
lífs, sem frá honum er út gengið ? Hafið þér ekki við og við
reynt það, að hjörtu yðar komust við á líkan hátt og læri-
sveinanna til forna, þá er hinn ókunni samferðamaðr talaði
við þá og útlagði fyrir þeim ritningarnar ? þér hafið heyrt
rödd hans alveg víst í orði því, sem yðr hefir verið boðað hér
í kirkjunni meðan eg var burtu. Hann hefir verið hjá yðr
við guðsþjónustufundi yðar hér á þessum stað. En hann var
hjá yðr líka utan kirkju á heimilunum og við hin veraldlegu
hversdagsstörf. Ef störfin hafa heppnazt, þá var það hann,
sem lét þau heppnast, úthellti yfir þau blessan sinni. Að því
leyti, sem þér nutuð gleði, saklausrar gleði, þá var hann með
yðr. Hann gaf yðr gleðina. Var sjálfr þungamiðjan í þeirri
gleði. Og að því leyti, sem þér hafið kennt hryggðar, heilagr-
ar hryggðar út af syndinni eða mótlætinu, sjálfra yðar eða
annarra, þá hefir hann líka þar verið með yðr, — takandi á
hjarta yðar svo, að það beinlínis tók til að brenna. Örlög
lífs yðar margra hafa stundum komið hart og sárt við yðr —
vafalaust líka nú í næstliðinni tíð, nú meðan eg var yðr fjar-
lægr að líkamanum til. En í rauninni var það hann, sem þá
var til yðar komandi og minnti yðr gegnum sársaukann á það,
sem dýrmætast er af öllu, sæluefnið eilífa, sem er hann sjálfr.
þetta vitnar áreiðanlega samvizka hvers einstaks í safnaðar-
hópnum, hin guðlega undirrödd í hjörtum einstaklinganna.
Og ef þér að eins sinnið þeirri undirrödd, þá veit eg með vissu,
að þér getið ekki annað en sagt hátíðlegt og hjartanlegt já og