Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 14
IO
með fyllsta rétti kalla það yfirnáttúrlegt kraftaverk, sérstakt
drottinlegt náðar-undr, þegar slíkt kemr fyrir. En að búast við
því, að maðr verði fyrir slíku kraftaverki, þá er í nauðirnar er
komið, er hræðilegt óvit — syndsamlegt oftraust. Áðr en í
Getsemane er komið verða allir að hafa lært þá himnesku
íþrótt að biðja til guðs, og þá um leiö — því það er aðalatriö-
ið í allri sannri bœn — að beygja sinn vilja undir vilja guðs.
Þá er vissa—gleðileg, guðleg vissa — fyrir því, að vel verði
beðið, og það nálega ósjálfrátt, í sérhverri ókominni Getsem-
ane-baráttu, -— með samskonar árangri og bœnagjörðin frels-
arans hafði við inngöngu hans í píslarsöguna miklu, óviðjafn-
anlegu, — guðlegri rósemi, guðlegum styrk í öllu kross-stríð-
inu, sem enn þá kann að vera eftir.
I fljótu áliti getr það virzt undarlegt, að Jesús skuli
verða eins óumrœðilega hryggr, að sál hans skuli fyllast ann-
arri eins skelfilegri dauða-angist við inngöngu hans í píslar-
helgidóminn eins og texti vor ber svo ótvíræðan vott um.
Svo sár og nístandi var sú sálarangist, að hann sveittist blóði,
og það svitabað svo mikið, að blóðdroparnir hrundu af andliti
hans ofan á jörðina. Slíkt á vissulega engan sinn líka í
nokkurri mannlegri angistarsögu hér á jörðinni. Var þá
Jesús ekki hugrakkr? Enginn mun áræða að neita því, jafn-
vel enginn í hópi vantrúuðu mannanna. Myndi ekki hiklaust
mega telja hann allra manna hugrakkastan ? Vissulega.
Myndi ekki vantrúin tjá sig fúsa til að játa því, að Jesús sé
að minnsta kosti ein af mestu hetjunum, sem mannkynssagan
veit frá að segja? Vafalaust. En hví þá þessi óviðjafnan-
lega angist í sálu hans í Getsemane? — sú djúpa hryggð? sú
sára kvöl ? Stórir hópar manna, trúaðra og vantrúaðra, hafa
hringinn í kringum jarðarhnöttinn á liönum öldum gengið á
móti dauðanum í fullt eins hryllilegri mynd og dauði Jesú
hafði að ytra áliti; og margir þeirra hafa þó ekki — fyrir
manna sjónum — látið þau kvala-örlög neitt hið minnsta á sig
bíta. Vér lesum um þann og þann, sem var brenndr á báli,
hjólbrotinn, eða á annan ógurlegan hátt píndr til dauða, án
þess nokkurt kvein hafi til hans heyrzt eða komið hafi fram
nokkurt hræðslu-merki áðr en hann gengi út í þær píslir. Oss