Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 12
8
í þetta sinni hafa kviðiö fyrir voðanum, sem yfir vofði, hefði
að eins hann sjálfr verið í hættu. Eigingjarn var hann, hafði
frá barnoesku nálega eingöngu hugsað um sína eigin persónu-
legu hagsmuni. Og vitanlega var það aðal-synd hans. Þó
var hann ekki fyrst og fremst nú að hugsa um sjálfan sig,
heldr um ástmennahópinn, sem með honum var, — það, að
öll voru líkindi til, að hörð og hræðileg hegning fyrir hans
eigin syndir yrði vægðarlaust látin dynja yfir þessi önnur
mannslíf, sem hann elskaði svo heitt — vissulega nú miklu
heitar og sárar en sitt eigið líf—; þau höfðu ekkert til saka
unnið, en nú myndi syndagjöldin hans koma yfir þau. Ó,
hve sárt hann fann til á þessari stund ! En líka— hve ná-
lægt hann fœrðist heilögum og réttlátum guði út af þessari
angist iðrunarinnar og elskunnar ! — Hvað verðr nú úrræði
hans ? Hið sama, sem beint liggr við oss öllum á hættunnar
og sorgarinnar tíð. Hann sneri sér biðjandi til guðs. Bað
heitt, hjartanlega, eins og sá, er veit, að lífið liggr við. Bað
meðal annars með þessurn orðum : ,,Frelsa þú mig af hendi
bróður míns, af hendi Esaú; því eg er hræddr við hann, og
óttast, að hann yfirfalli mig og drepi líka mœðrnar með börn-
unum. “—Þar birtist sárasti blettrinn f sorgarhugsan hans,
— kvíðinn fyrir skelfingunni, sem vofði yfir þeim hans vegna.
Þetta er dauða-angist elskunnar, sem skýrt bendir til Jesú í
Getsemane. Jakob er þarna svo að kalla í Getsemane.
Bœnin ber þann ávöxt, að honurn hugsast ráð til þess að
blíðka bróður sinn. Hann sendir einn erindsreka eftir annan
á stað — eftir að hann hefir komið skuldaliði sínu öllu yfir ána
— með stórar gjafir honum til handa. En hann einn nemr
staðar á hinum bakka árinnar seint að kvöldi, og þar heldr
hin andlega barátta hans við guð — eða öllu heldr við hinn
náttúrlega rnann hans sjálfs frammi fyrir augsýn guðs —•
áfram. Það er hin ógleymanlega glíma Jakobs—glíman við
hinn ókennda mann, engil drottins, sama sem við drottin
sjálfan. Þar fullkomnast Getsemane-stríðið hans. Hann
vann sigr í þeirri baráttu; en augsýnilega sigrar hann að eins
fyrir þá sök, að hann þá lærði fullkomlega að beygja sinn
náttúrlega vilja undir hinn heilaga vilja guðs, Vissulega á