Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 6
píslarsögu sína fyrirfram. Það er skýrt tekið fram af guð-
spjallamönnunum, að hann hafi svo og svo löngu áðr vitað
það allt fyrir, sem fram við hann átti að koma. Hið sama
vitnaði hann og sjálfr með eigin orðum margsinnis. Og að
því er snertir kvala-örlög þau, er yfir honum vofðu eftir að
hann hafði gefið sig á vald óvina sinna og ofsóknarmanna, þá
ber sálarangistin hans í Getsemane alskýran vott þess í verk-
inu, að allar þær yfirvofandi skelfingar voru honum fyrirfram
kunnar út í yztu æsar. Fyrir þessa sök tvöfaldast og jafnvel
margfaldast píslarsaga Jesú, að því er snertir tíinalengdina og
þá auðvitað einnig stœrð kvalanna. Því að sjálfsögðu er
djúpr, óumrœðilega djúpr, sársauki samfara því, að hann veit
allt þetta fyrir, sem yfir honum vofði í kvala-áttina.
Þegar undir eins og hann með skírninni í Jórdan lét vígj-
ast til Messíasar-embættisins kenndi hann áreiðanlega sársauka
hinna væntanlegu friðþægingarpísla, þótt sá sársauki væri þá
á huldu. Og meðan stóð á hinni löngu föstu hans í eyði-
mörkinni og þar með fylgjandi freistingarraunum hans brauzt
sársaukinn út. Píslarsagan hans er augsýnilega byrjuð þegar
undir eins þá. Og vissulega gleymir hann aldrei þaðan í frá
fórnargjörðinni, sem fyrir honum lá, né kvölinni, sem henni
hlýtr að vera samfara. En því lengr sem líðr á tímann, því
nær sem fœrist dauða hans, því ríkari verðr sú hugsan í sálu
hans og því meiri sársaukinn út af henni. Alkunn eru þessi
hryggðarorð hans: ,,Nú er sál mín óróleg, og hvað skal eg
segja?“ (Jóh. 12,27). Auðheyrt var hann, þá er hann mælti
þeim orðum, mjög verulega genginn inn í ókomna píslarsögu
sína í huganum. En enn þá dýpri og sárari er þó sú hugsan
nú orðin hjá honum, er hann í texta vorum birtist oss á skír-
dagskvöld í Getsemane; því þá veit hann, að það er komið
fast að hinni miklu fylling tímans, þá er stórveldi myrkranna
legðist á hann með öllu sínu kvala-afli og hann, hið fyrirhug-
aða fórnarlamb guðs, hlyti að þola hina hryllilegu dauðahegn-
ing. Það, sem Jesús tekr út í Getsemane, hefir í sér kvala-
fyllinguna alla, sem fyrir hann var væntanleg á næsta degi.
Hún stendr þarna afmáluð fyrir sálarsjón hans fyrirfram í
allri hennar ógurlegu stœrð. Og í mesta máta merkilegt er