Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1903, Blaðsíða 19
i5 og hógværö“ sinni, aö eg megi nú, eins og hann oröar það, i.gjöra bragarbótí biblíu-rannsókna-málinu“, meö öðrum orð- um: snúast þar inn á sína skoöan. Hann kveöst einskis betra geta óskaðmérog blaöi þessu. Þettaer vitanlega í hjartanlegri einlægni mælt. En hann hefir vissulega ekki athugað, hvað það myndi þýða, ef þessi ósk hans næði að rætast — þaö nefnilega, að eg trœði undir fótunum aöal-greinina í grund- vallarlögum kirkjufélagsins lúterska, sem eg tilheyri, þá grundvallarlagagrein, sem fastákveðið er um aö aldrei verði breytt. Sú grein er að efninu til samhljóða því, er stendr í grundvallarlögum allra lúterskra kirkjufélaga í Vestrheimi, og að því er eg veit bezt einnig allra evangeliskra kirkjufélaga, þótt ekki sé lútersk. En greinin hljóðar svo : ,,Kirkjufélagið trúir því, að heilög ritning, — það er : hinar kanónisku bœkr gamla og nýja testamentisins* — sé guðs opinberaða orð, og hin eina sanna og áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenning og lífi. “ Vill rninn kæri bróðir, hr. H. N., þegar hann hugsar sig vel um, halda óskinni um ,,bragarbótina“ áfram ? Jón lijarnason. Bréf það, er hér fer á eftir, til ritstjóra ,,Sam. “, ritar hr. Gunnsteinn Eyjólfsson frá Islendingafljóti, 3. Marz, út af því, er vér sögðum í síðasta blaði um þýðing séra Mattíasar Jokkumssonar á Crossing the Bar. Bréfritarinn á þökk skilið fyrir upplýsinguna. Vert er urn leið að geta þess, að í þýðing kvæðisins, sem vér komum með í óbundnu máli (bls. 186), hefir við prentanina í mörgum eintökum blaðsins fallið burt í á milli orðanna hryggtf og burtfarar-kveSjunni. ,,Rétt nýlega hefir mér borizt í hendr 12. númer af 17. árg. ,,Sam. “, þar sem þér fellið all-harðan dóm urn þýðing séra Mattíasar á kvæði Tennysons ,,Crossing the Bar“. Þér segið. að hann ,,skaðskemmi það bæði í trúarlegu og skáldskaparlegu tilliti‘ ‘. Af því það er mér að kenna að þýðing þessi er til orðin, þá finn eg það skyldu mína að for- svara hana með nokkrum orðum. Þér gangið alveg frarn hjá því atriði, að Tennyson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.